KALDALÓN HF

Kaldalón hf. er fasteignaþróunarfélag sem sérhæfir sig í byggingu íbúðarhúsnæðis. Félagið hefur fjárfest í lóðum á höfuðborgarsvæðinu og hefur yfir að ráða einstöku safni lóða með mjög góðum staðsetningum. Á lóðum félagsins er gert ráð fyrir að byggðar verði yfir 850 íbúðir. Stefna félagsins er að byggja á hagkvæman hátt íbúðir sem falla vel að þörfum almennings. Fjárhagsuppbygging félagsins er með þeim hætti að það mun verða vel í stakk búið að takast á við sveiflur á byggingarmarkaði og jafnframt nýta þau tækifæri sem þar skapast.

STJÓRN

Ábyrg fyrir stefnu og markmiðum félagsins.

Samþykkir fjárfestingarstefnu og ber ábyrgð á fjárhag og áætlunum félagsins.

Kemur fram fyrir hönd hluthafa og endurspeglar vilja þeirra.

FJÁRFESTINGAR- OG HAGSMUNARRÁÐ

Greinir, metur og samþykkir verkefni sem kynnt verða stjórn félagsins sem tekur endanlega ákvörðun um framhaldið.

Fjallar um málefni sem snúa að hagsmunaaðilum félagsins til að fyrirbyggja hagsmunaárekstra.

STÝRING

Sér um daglegan rekstur félagsins.

Finnur álitleg fjárfestingarverkefni og kynnir þau fyrir fjárfestingaráði.

Eftirfylgni með verkefnum og sala verkefna.

Samskipti við hluthafa.