Entries by Kaldalon

,

Kaldalón hf.: Áframhaldandi kaup tekjuberandi fasteigna og útgáfa nýs hlutafjár

Kaldalón hf. og Skeljungur hf. hafa náð samkomulagi um kaup á þrettán fasteignum.

Um er að ræða langtíma þjónustustöðvar og fylgja þeim 20 ára leigusamningar.  Leigutaki er Orkan IS ehf., sem er dótturfélag Skeljungs. Meðal vörumerkja á þjónustustöðvum Orkunnar má nefna Löður, Lyfsalann, Joe and the Juice, Brauð & Co og Bæjarins beztu auk annarra rótgróinna íslenskra og erlendra vörumerkja.

Jafnfnframt hefur Kaldalón náð samkomulagi við eigendur GGH ehf., og Greenwater ehf., um kaup á félaginu Víkurhvarf 1 ehf. en helsta eign þess er vöruhúsnæði að Víkurhvarfi 1 í fullri útleigu. Um er að ræða samtals 4.000 fm húsnæði sem hýsir m.a. vöruhús Core heildsölu. Kaupverð miðar við að heildarvirði félagsins (e. Enterprise Value) sé 1.255 m.kr. Greiðsla fer fram með yfirtöku áhvílandi skulda, reiðufé og útgáfu hlutafjár í Kaldalón hf. að markaðsvirði 400 m.kr.

,

Niðurstöður hluthafafundar

Eftirfarandi tillögur voru lagðar fyrir hluthafafund Kaldalóns hf., sem haldinn var að Borgartúni 19, Reykjavík, fimmtudaginn 16. desember 2021, kl. 16:00:

1. Tillaga um að hluthafafundur álykti að hlutir félagsins verði teknir til viðskipta á aðallista Nasdaq Iceland og að stjórn félagsins undirbúi umsókn þessa efnis, að uppfylltum skilyrðum fyrir skráningu á aðallista.

– Tillagan var samþykkt samhljóða.

2. Tillaga um að félagið setji sér nýjar samþykktir (sem fylgdu með fundarboði, auk þess sem meginefni breytinga var þar getið og finna má á heimasíðu félagsins; kaldalon.is), þar sem m.a. er tryggt að samþykktir félagsins samrýmist þeim kröfum sem gilda um félög sem skráð hafa hluti sína á skipulegum verðbréfamarkaði.

– Tillagan var samþykkt samhljóða.

3. Tillaga um að félagið setji sér nýja starfskjarastefnu (sem fylgdi með fundarboði og finna má á heimasíðu félagsins; kaldalon.is), sem taka mið af leiðbeiningum um stjórnunarhætti fyrirtækja, 6. útgáfu, sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland.

– Tillagan var samþykkt samhljóða.

,

Kaldalón hf.: Hluthafafundur 16. desember

Stjórn Kaldalóns hf., kt. 490617-1320, boðar til hluthafafundar í félaginu fimmtudaginn 16. desember 2021, að Borgartúni 19, 105 Reykjavík. Einnig verður hægt að taka þátt í fundinum rafrænt.

Fundarboð með nánari upplýsingum er að finna í meðfylgjandi viðhengi ásamt tillögum að nýjum samþykktum félagsins og starfskjarastefnu.

Allar nánari upplýsingar um hluthafafundinn má finna á vefsíðu félagsins https://kaldalon.is/hluthafafundur-2021/

Stjórn Kaldalóns hf.

Kaldalón hf.: Kaup á fasteignasöfnum, sala á þróunarlóð við Steindórsreit

Kaldalón hf. hefur náð samkomulagi við Eignabyggð ehf. um kaup á félögunum Hellubyggð ehf. og Vallarbyggð ehf. Helstu eignir félaganna eru fasteignir að Suðurhrauni 10, Garðabæ, annars vegar og Íshellu 1, Hafnarfirði, hins vegar.

Suðurhraun 10 er 7.075 m2 vöruhúsnæði og hýsir m.a. vöruhús IKEA. Íshella er 7.700 m2 vöru- og geymsluhúsnæði. Heildarkaupverð í viðskiptum er samtals kr. 3.780 milljónir króna, en yfirteknar skuldir nema u.þ.b. kr. 2.360 milljónum.

Kaldalón hf.: Kaup á Hvannir hf. og útgáfa nýs hlutafjár

Í samræmi við tilkynningu Kaldalóns hf. frá 13. júní s.l., hefur verið gengið frá endanlegum kaupsamningi um kaup á öllu hlutafé í Hvönnum ehf. Helsta eign Hvanna er Storm Hótel sem stendur við Þórunnartún 4 í Reykjavík.

Að loknu kaupsamningsferli og áreiðanleikakönnun er endanlegt kaupverð sem fyrr 2.150 milljónir króna, en til frádráttar koma skuldir félagsins að upphæð 1.714 milljónir króna. Kaupverð er greitt með útgáfu nýrra hluta í Kaldalóni.