Entries by Kaldalon

,

Kaldalón hf.: Árshlutareikningur Kaldalóns fyrstu 6 mánuði ársins 2021

Árshlutareikningur Kaldalóns hf. 1. janúar til 30. júní 2021 var samþykktur af stjórn þann 20. ágúst 2021.

Helstu atriði uppgjörs eru:

Hagnaður á fyrri hluta ársins var 699 m.kr. en nam 226 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 15% fyrstu 6 mánuði ársins. Bókfært virði eigna félagsins í lok tímabils er 7.042 m.kr. og hefur aukist um 948 m.kr. frá áramótum. Eigið fé er 5.345 m.kr. samanborið við 4.646 m.kr. í árslok 2020

,

Kaldalón hf: Hlutur í Steinsteypunni í söluferli

Stjórn Kaldalóns hf. hefur tekið þá ákvörðun að setja eignarhlut félagsins í Steinsteypunni ehf. í formlegt söluferli.
Ákvörðunin er liður í þeirri yfirlýstu stefnu Kaldalóns að auka vægi tekjuberandi fasteigna í starfsemi félagsins.
Steinsteypan ehf. er alhliða steypuframleiðslufyrirtæki. Kaldalón á helmingshlut í félaginu.
Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka er ráðgjafi Kaldalóns í söluferlinu.

,

Kaldalón hf.: Kaup á tekjuberandi fasteignum og sala á fasteignaverkefni í Vogabyggð. Samþykktur kaupsamningur.

Vísað er til tilkynningar Kaldalóns frá 16. maí sl. um kaup á félögunum Lantan ehf og VMT ehf., sem eiga fasteignir að Laugavegi 32-36 og Vegamótastíg 7 ásamt gildandi leigusamningum. Fasteignirnar hýsa m.a. starfsemi Sand Hótels annars vegar, og Room with a View hins vegar. Samhliða var tilkynnt um sölu á fasteignaverkefnum dótturfélags Kalalóns, U14-20 ehf., í Vogabyggð.  

Kaldalón hf: Heildarfjöldi hluta og atkvæða

Vísað er til tilkynningar um útgáfu nýrra hluta í Kaldalón frá 5. júlí 2021.

Í 84. gr. laga nr. 2007/108 skal útgefandi birta opinberlega heildarfjölda hluta og heildarfjölda atkvæða á síðasta viðskiptadegi mánaðar ef útgefandi hækkar eða lækkar hlutafé sitt – eða fjölgar eða fækkar atkvæðum.

Með vísan til ofangreinds er upplýst að heildarfjöldi hluta í Kaldalón er 4.700.801.306 að nafnverði. Eigin hlutir eru 574.009 og heildarfjöldi atkvæða því kr. 4.700.227.297.

,

Kaldalón hf.: Útgáfu nýrra hluta lokið

Kaldalón hf. hefur í dag lokið við útgáfu nýrra hluta til sjóða í stýringu Stefnis og Vátryggingafélags Íslands í samræmi við tilkynningu frá 24. júní sl. Til viðbótar gaf félagið út hluti að nafnvirði kr. 40.000.000 til viðskiptavaka félagsins.
Samtals nemur útgáfan kr. 1.059.230.769 að nafnverði, og fer fram á genginu kr. 1,3 fyrir hvern nýútgefinn hlut.