Vísað er til tilkynningar um útgáfu nýrra hluta í Kaldalón frá 5. júlí 2021.

Í 84. gr. laga nr. 2007/108 skal útgefandi birta opinberlega heildarfjölda hluta og heildarfjölda atkvæða á síðasta viðskiptadegi mánaðar ef útgefandi hækkar eða lækkar hlutafé sitt – eða fjölgar eða fækkar atkvæðum.

Með vísan til ofangreinds er upplýst að heildarfjöldi hluta í Kaldalón er 4.700.801.306 að nafnverði. Eigin hlutir eru 574.009 og heildarfjöldi atkvæða því kr. 4.700.227.297.

Kaldalón hf. hefur í dag lokið við útgáfu nýrra hluta til sjóða í stýringu Stefnis og Vátryggingafélags Íslands í samræmi við tilkynningu frá 24. júní sl. Til viðbótar gaf félagið út hluti að nafnvirði kr. 40.000.000 til viðskiptavaka félagsins.

Samtals nemur útgáfan kr. 1.059.230.769 að nafnverði, og fer fram á genginu kr. 1,3 fyrir hvern nýútgefinn hlut.

Nýir hluthafar hafa greitt andvirði áskrifta og verður hluthafaskrá uppfærð. Hlutafjárhækkun verður tilkynnt til og skráð af fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra og nýir hlutir verða gefnir út af Nasdaq verðbréfamiðstöð. Verður heildarfjöldi hluta í Kaldalón hf. því kr. 4.700.801.306 að nafnverði með útgáfu nýrra hluta.

Heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins er til samræmis við ákvörðun aðalfundar félagsins, haldinn þann 26. júní 2020, sem staðfest var á hluthafafundi þann 7. desember 2020, en samkvæmt heimildinni hafa hluthafar ekki forgangsrétt að nýjum hlutum, heldur er stjórn heimilt að selja þá fjárfestum.

Jónas Þór Þorvaldsson hættir hjá Kaldalóni
Jón Þór Gunnarsson ráðinn forstjóri Kaldalóns
Jónas Þór Þorvaldsson, forstjóri Kaldalóns hf., hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu frá og með 1. júlí nk.

Flöggunartilkynning er í viðhengi.

20200624-floggun-kaldalon-stefnir

Stjórn Kaldalóns hf., kt. 490617-1320, hefur þann 24. júní 2021, ákveðið að hækka hlutafé félagsins um kr. 1.019.230.769, úr kr. 3.641.570.537 í kr. 4.660.801.306, að nafnverði, með útgáfu 1.019.230.769 nýrra hluta. Hlutirnir eru gefnir út á genginu kr. 1.30 fyrir hvern nýútgefinn hlut, og greiðast því samtals kr. 1.325.000.000 fyrir hina nýja hluti.

Kaldalón hf. hefur náð samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í Hvönnum ehf. Helsta eign Hvanna er Storm hótel sem stendur við Þórunnartún 4 í Reykjavík.

Kaldalón hf. hefur samþykkt tilboð í allt hlutafé dótturfélags síns U26 ehf. Félagið er að ljúka við byggingu á 16 íbúðum í Urriðaholtsstræti 26 í Garðabæ.

Kaldalón hf. hefur náð samkomulagi um sölu fasteignaverkefnis dótturfélags síns, U 14-20 ehf., í Vogabyggð. Kaupandi er Reir ehf. Söluandvirði í viðskiptunum að frádregnum skuldum er um kr. 2.760 milljónir.

Sjá meðfylgjandi tilkynningu um viðskipti fjárhagslega tengds aðila.

vioskipti-fjarhagslega-tengds-aoila-05052021

Meðfylgjandi má sjá niðurstöður aðalfundar Kaldalóns hf. sem haldinn var að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík, 9.hæð., mánudaginn 19. apríl 2021, kl 16:00.

Tillögur fundarins voru samþykktar svohljóðandi:

Ársreikningur félagsins fyrir árið 2020 og ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu.

Ársreikningur félagsins var lagður fram og samþykktur samhljóða. Tekin var ákvörðun um að greiða ekki út arð vegna rekstrársins 2020.

Kosning og skipun stjórnar.

Fyrir fundinum lágu fyrir framboð frá fjórum einstaklingum í stjórn og varastjórn Kaldalóns og þar sem önnur framboð bárust ekki var stjórn og varastjórn réttilega sjálfkjörin. Aðalmenn stjórnar eru Helen Neely, Jón Skaftason og Gunnar Henrik B Gunnarsson. Varamaður er Steinþór Valur Ólafsson. Eftir aðalfund var haldinn stjórnarfundur og skipti stjórn með sér verkum og var Jón Skaftason skipaður formaður stjórnar.

Kjör endurskoðanda félagsins.

Samþykkt var samhljóða að endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers ehf. verði endurskoðandi félagsins fyrir komandi rekstrarár.

Starfskjarastefna félagsins.

Starfskjarastefna félagsins sem lögð var fram á fundinum var samþykkt samhljóða.

Ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og endurskoðanda.

Lagt var til að þóknanir til stjórnarmanna yrðu óbreyttar og að á tímabilinu frá aðalfundi Kaldalóns hf. til næsta aðalfundar verði sem hér segir: Stjórnarmaður fær 150.000 kr á mánuði fyrir stjórnarsetu og stjórnarformaður fær tvöfalda þá fjárhæð. Varastjórnarmenn fá 75.000 kr. fyrir hvern setinn fund. Endurskoðandi fær greitt samkvæmt framlögðum reikningum. Tillagan var samþykkt samhljóða.

Samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl.

Fyrir fundinum lá samantekt stjórnar í ársreikningi félagsins um hlutafjáreign einstakra hluthafa og rétt þeirra til að greiða atkvæði, svo og þær breytingar sem urðu á síðastliðnu ári. Í samantektinni voru jafnframt upplýsingar um þau samstæðustengsl sem félagið er í.

Fundargerð