Fréttatilkynningar

Kaldalón hf.: Birting ársuppgjörs þann 17. mars – Kynningarfundur 18. mars

Kaldalón hf. birtir ársuppgjör 2021 eftir lokun markaða fimmtudaginn 17. mars.

Samhliða uppgjörinu er boðað til kynningarfundar föstudaginn 18. mars kl. 08:30 að Nauthól. Húsið opnar 08:15. Á fundinum verður jafnframt farið yfir horfur í rekstri félagsins. Að fundi loknum verður kynningarefnið aðgengilegt á vefsíðu Kaldalóns https://kaldalon.is/fjarfestar/.

Kaldalón hf.: Áframhaldandi kaup tekjuberandi fasteigna og útgáfa nýs hlutafjár

Kaldalón hf. og Skeljungur hf. hafa náð samkomulagi um kaup á eftirtöldum fasteignum: Bústaðavegur 20, 108 Reykjavík Brúartorg 6, 310 Borgarnes Dalvegur 20, 201 Kópavogur Fiskislóð 29, 101 Reykjavík Fitjar 1, 260 Reykjanesbær Grjótháls 8, 110 Reykjavík Gylfaflöt 1, 112 Reykjavík Hagasmári 9, 201 Kópavogur Miklabraut 100, 105 Reykjavík Miklabraut 101, 105 Reykjavík Óseyrarbraut 2, …

Kaldalón hf.: Áframhaldandi kaup tekjuberandi fasteigna og útgáfa nýs hlutafjár Read More »

Niðurstöður hluthafafundar

Eftirfarandi tillögur voru lagðar fyrir hluthafafund Kaldalóns hf., sem haldinn var að Borgartúni 19, Reykjavík, fimmtudaginn 16. desember 2021, kl. 16:00: Tillaga um að hluthafafundur álykti að hlutir félagsins verði teknir til viðskipta á aðallista Nasdaq Iceland og að stjórn félagsins undirbúi umsókn þessa efnis, að uppfylltum skilyrðum fyrir skráningu á aðallista. Tillagan var samþykkt …

Niðurstöður hluthafafundar Read More »

Kaldalón hf.: Hluthafafundur 16. desember

Stjórn Kaldalóns hf., kt. 490617-1320, boðar til hluthafafundar í félaginu fimmtudaginn 16. desember 2021, að Borgartúni 19, 105 Reykjavík. Einnig verður hægt að taka þátt í fundinum rafrænt. Fundarboð með nánari upplýsingum er að finna í meðfylgjandi viðhengi ásamt tillögum að nýjum samþykktum félagsins og starfskjarastefnu. Allar nánari upplýsingar um hluthafafundinn má finna á vefsíðu félagsins https://kaldalon.is/hluthafafundur-2021/ …

Kaldalón hf.: Hluthafafundur 16. desember Read More »

Kaldalón hf.: Kaup á fasteignasöfnum, sala á þróunarlóð við Steindórsreit

Kaldalón hf. hefur náð samkomulagi við Eignabyggð ehf. um kaup á félögunum Hellubyggð ehf. og Vallarbyggð ehf. Helstu eignir félaganna eru fasteignir að Suðurhrauni 10, Garðabæ, annars vegar og Íshellu 1, Hafnarfirði, hins vegar.

Suðurhraun 10 er 7.075 m2 vöruhúsnæði og hýsir m.a. vöruhús IKEA. Íshella er 7.700 m2 vöru- og geymsluhúsnæði. Heildarkaupverð í viðskiptum er samtals kr. 3.780 milljónir króna, en yfirteknar skuldir nema u.þ.b. kr. 2.360 milljónum.

Kaldalón hf.: Kaup á Hvannir hf. og útgáfa nýs hlutafjár

Í samræmi við tilkynningu Kaldalóns hf. frá 13. júní s.l., hefur verið gengið frá endanlegum kaupsamningi um kaup á öllu hlutafé í Hvönnum ehf. Helsta eign Hvanna er Storm Hótel sem stendur við Þórunnartún 4 í Reykjavík.

Að loknu kaupsamningsferli og áreiðanleikakönnun er endanlegt kaupverð sem fyrr 2.150 milljónir króna, en til frádráttar koma skuldir félagsins að upphæð 1.714 milljónir króna. Kaupverð er greitt með útgáfu nýrra hluta í Kaldalóni.