Kaldalón hf. hefur lokið við útgáfu nýrra hluta í samræmi við tilkynningu frá 17. október s.l.

Er heildarfjöldi hluta í Kaldalóni hf. því nú kr. 5.461.217.106 að nafnverði.

Kaldalón hf. hefur lokið við útgáfu nýrra hluta í samræmi við tilkynningu frá 27. ágúst sl.

Er heildarfjöldi hluta í Kaldalóni hf. því nú kr. 5.353.108.998 að nafnverði.

Sjá meðfylgjandi tilkynningu um viðskipti fjárhagslega tengds aðila.

vioskipt-fjarhagslega-tengds-aoila-20210824

Sjá meðfylgjandi tilkynningar um viðskipti fjárhagslega tengdra aðila með hlutabréf í Kaldalóni hf.

vioskipti-fjarhagslegra-tengdra-investar-20210824

vioskipti-fjarhagslegra-tengdra-strengur-20210824

Kaldalón hf.: Árshlutareikningur Kaldalóns fyrstu 6 mánuði ársins 2021

Árshlutareikningur Kaldalóns hf. 1. janúar til 30. júní 2021 var samþykktur af stjórn þann 20. ágúst 2021.

Helstu atriði uppgjörs eru:

  • Hagnaður á fyrri hluta ársins var 699 m.kr. en nam 226 m.kr. á sama tímabili í fyrra
  • Arðsemi eigin fjár var 15% fyrstu 6 mánuði ársins
  • Bókfært virði eigna félagsins í lok tímabils er 7.042 m.kr. og hefur aukist um 948 m.kr. frá áramótum
  • Eigið fé er 5.345 m.kr. samanborið við 4.646 m.kr. í árslok 2020

Áhrifa gætir ekki í uppgjörinu af nýlega tilkynntum viðskiptum á markaði, það er sölu á þróunarverkefni í Vogabyggð, kaupum á tekjuberandi fasteignum og hlutafjáraukningu.

Jón Þór Gunnarsson forstjóri:

“Uppgjörið markar tímamót í sögu Kaldalóns. Miklar breytingar hafa orðið á rekstri okkar eftir að þessu uppgjörstímabili lauk. Við höfum keypt tekjuberandi eignir, selt þróunareignir, aukið hlutafé umtalsvert og undirritað ráðgjafasamning við Arion banka. Uppgjörið markar því lokapunkt gamla Kaldalóns en sýnir að sama skapi að ný vegferð okkar byggir á traustum grunni. Við horfum full tilhlökkunar fram á veginn.”

Hægt er að nálgast árshlutareikning vegna fyrstu sex mánaða ársins á www.kaldalon.is/fjarfestar.

Kynning á félaginu

Samhliða uppgjörinu er boðað til kynningarfundar mánudaginn 23. ágúst kl. 08:30 að Nauthól. Húsið opnar 08:15. Á fundinum verður jafnframt farið yfir vænt áhrif tilkynntra viðskipta á efnahag félagsins. Að fundi loknum verður kynningarefnið aðgengilegt á vefsíðu Kaldalóns.

Nánari upplýsingar veitir:

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri

kaldalon@kaldalon.is
www.kaldalon.is

 

Kaldalón hf: Hlutur í Steinsteypunni í söluferli

Stjórn Kaldalóns hf. hefur tekið þá ákvörðun að setja eignarhlut félagsins í Steinsteypunni ehf. í formlegt söluferli.

Ákvörðunin er liður í þeirri yfirlýstu stefnu Kaldalóns að auka vægi tekjuberandi fasteigna í starfsemi félagsins.

Steinsteypan ehf. er alhliða steypuframleiðslufyrirtæki. Kaldalón á helmingshlut í félaginu.

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka er ráðgjafi Kaldalóns í söluferlinu.

Nánari upplýsingar veitir fyrirtækjaráðgjöf Arion.

Vísað er til tilkynningar Kaldalóns frá 16. maí sl. um kaup á félögunum Lantan ehf og VMT ehf., sem eiga fasteignir að Laugavegi 32-36 og Vegamótastíg 7 ásamt gildandi leigusamningum. Fasteignirnar hýsa m.a. starfsemi Sand Hótels annars vegar, og Room with a View hins vegar. Samhliða var tilkynnt um sölu á fasteignaverkefnum dótturfélags Kalalóns, U14-20 ehf., í Vogabyggð.

Aðilar hafa nú undirritað kaupsamning vegna viðskiptanna og hefur hann hlotið samþykki stjórna beggja aðila. Kaldalón tekur við fjárhagslegum réttindum og skyldum vegna hinna keyptu fasteigna frá 1. júlí sl., en endanleg afhending keyptra og seldra eigna fer fram þann 1. október nk. að undangengnu endanlegu samþykki fjármögnunaraðila og aðilaskipta á lóðar- og byggingarrétti

Flöggunartilkynning er í viðhengi.

20200624-floggun-kaldalon-stefnir

Sjá meðfylgjandi tilkynningu um viðskipti fjárhagslega tengds aðila.

vioskipti-fjarhagslega-tengds-aoila-05052021

Meðfylgjandi má sjá niðurstöður aðalfundar Kaldalóns hf. sem haldinn var að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík, 9.hæð., mánudaginn 19. apríl 2021, kl 16:00.

Tillögur fundarins voru samþykktar svohljóðandi:

Ársreikningur félagsins fyrir árið 2020 og ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu.

Ársreikningur félagsins var lagður fram og samþykktur samhljóða. Tekin var ákvörðun um að greiða ekki út arð vegna rekstrársins 2020.

Kosning og skipun stjórnar.

Fyrir fundinum lágu fyrir framboð frá fjórum einstaklingum í stjórn og varastjórn Kaldalóns og þar sem önnur framboð bárust ekki var stjórn og varastjórn réttilega sjálfkjörin. Aðalmenn stjórnar eru Helen Neely, Jón Skaftason og Gunnar Henrik B Gunnarsson. Varamaður er Steinþór Valur Ólafsson. Eftir aðalfund var haldinn stjórnarfundur og skipti stjórn með sér verkum og var Jón Skaftason skipaður formaður stjórnar.

Kjör endurskoðanda félagsins.

Samþykkt var samhljóða að endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers ehf. verði endurskoðandi félagsins fyrir komandi rekstrarár.

Starfskjarastefna félagsins.

Starfskjarastefna félagsins sem lögð var fram á fundinum var samþykkt samhljóða.

Ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og endurskoðanda.

Lagt var til að þóknanir til stjórnarmanna yrðu óbreyttar og að á tímabilinu frá aðalfundi Kaldalóns hf. til næsta aðalfundar verði sem hér segir: Stjórnarmaður fær 150.000 kr á mánuði fyrir stjórnarsetu og stjórnarformaður fær tvöfalda þá fjárhæð. Varastjórnarmenn fá 75.000 kr. fyrir hvern setinn fund. Endurskoðandi fær greitt samkvæmt framlögðum reikningum. Tillagan var samþykkt samhljóða.

Samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl.

Fyrir fundinum lá samantekt stjórnar í ársreikningi félagsins um hlutafjáreign einstakra hluthafa og rétt þeirra til að greiða atkvæði, svo og þær breytingar sem urðu á síðastliðnu ári. Í samantektinni voru jafnframt upplýsingar um þau samstæðustengsl sem félagið er í.

Fundargerð