Fréttir

Tilkynning frá tilnefningarnefnd

Tilnefningarnefnd Kaldalóns gegnir ráðgefandi hlutverki við val á stjórnarmönnum félagsins og tilnefnir frambjóðendur til stjórnarsetu í félaginu. Nánari upplýsingar um hlutverk tilnefningarnefndar og starfsreglur hennar má finna á vef Kaldalóns.   Tilnefningarnefnd Kaldalóns óskar eftir tillögum að stjórnarmönnum eða tilkynningum um framboð til stjórnarsetu fyrir fyrirhugaðan aðalfund félagsins þann 4. apríl næstkomandi. Óskað er eftir að …

Tilkynning frá tilnefningarnefnd Read More »

Birting lýsingar vegna fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland

Kaldalón hf. hefur birt lýsingu vegna fyrirhugaðrar töku allra hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Lýsingin, sem er dagsett 10. nóvember 2023, hefur verið staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Lýsingin er á íslensku og hefur verið birt á vefsvæði Kaldalóns: www.kaldalon.is/fjarfestar. Samhliða staðfestingu og birtingu lýsingar hefur Kaldalón sótt um að hlutabréf félagsins …

Birting lýsingar vegna fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland Read More »

Kaldalón hf.: Niðurstöður hluthafafundar 2. nóvember 2023 og nánari upplýsingar um öfuga skiptingu hluta

Eftirfarandi tillögur voru lagðar fram fyrir hluthafafund Kaldalóns hf. („Kaldalón“ eða „félagið“), sem haldinn var að Grand Hóteli Reykjavík, þann 2. nóvember kl. 16:30.

Tillaga stjórnar um öfuga skiptingu

Á hluthafafundinum var samþykkt tillaga stjórnar Kaldalóns um öfuga skiptingu hluta (e. reverse share split) í félaginu, miðað við hlutfallið 10:1, sem felur í sér að hverjum tíu (10) hlutum í félaginu, þar sem hver hlutur er að nafnverði kr. 1, verði skipt í einn (1) hlut þannig að nafnverð hvers hlutar verði kr. 10. Var stjórn félagsins falið að ákveða nánari dagsetningar í ferlinu að höfðu samráði við fyrirtækjaskrá Skattsins og Kauphöllina.

Stjórn félagsins hefur nú, í samræmi við ákvörðun hluthafafundarins, ákveðið eftirfarandi dagsetningar í ferlinu:

  • Síðasti viðskiptadagur fyrir hina öfugu skiptingu verður 6. nóvember 2023
  • Fyrsti viðskiptadagur eftir hina öfugu skiptingu verður 7. nóvember 2023
  • Réttindadagur hinnar öfugu skiptingar (hin öfuga skipting mun miðast við hlutaskrá félagsins eins og hún verður í lok réttindadags) verður 8. nóvember

Sigurbjörg Ólafsdóttir ráðin fjármálastjóri Kaldalóns

Gengið hefur verið frá ráðningu á Sigurbjörgu Ólafsdóttur í starf fjármálastjóra Kaldalóns hf. Sigurbjörg hefur undanfarin ár gegnt starfi forstöðumanns fasteigna- og innviðateymis Arion Banka. Þar áður gegndi hún jafnframt starfi forstöðumanns áhættustýringar bankans.  Þá hefur Sigurbjörg víðtæka reynslu af umsýslu fasteigna, en hún sat m.a. í stjórn fasteignafélagsins Landfestar ehf á árunum 2011-2014 með …

Sigurbjörg Ólafsdóttir ráðin fjármálastjóri Kaldalóns Read More »

Kaldalón hf.: Kaup á tekjuberandi fasteign

Kaldalón hf. og Borgartún ehf. hafa náð samkomulagi um kaup dótturfélags Kaldalóns á fasteigninni Borgartún 32 í heild sinni. Fasteignin hýsir rekstur Hótels Cabin sem rúmar 257 herbergi auk veitingasals og stoðrýma. Kaupverð fasteignar er kr. 4.810.000.000 og greiðist að fullu með reiðufé. Í gildi er langtímaleigusamningur við rekstraraðila Hótel Cabin.  Áætlað er að rekstrarhagnaður …

Kaldalón hf.: Kaup á tekjuberandi fasteign Read More »

Kaldalón hf.: Kaup á fasteign

Kaldalón hf.  hefur náð samkomulagi um kaup dótturfélags Kaldalóns á fasteigninni Skógarhlíð 18, Reykjavík í heild sinni. Skógarhlíð 18 er um 1.938 fermetrar og hefur verið undirritaður samningur við Ríkiseignir fyrir Heilsugæsluna Hlíðum á stærstum hluta húsnæðisins. Áætluð afhending á grundvelli þess leigusamnings er sumarið 2023 og verður eignin tekjuberandi frá afhendingu Kaldalóns til Ríkiseigna. Kaupverð eignarinnar er 1.000.000.000 kr. og greitt með reiðufé.