FJÁRFESTAR

Kaldalón hf. er íslenskt fasteignaþróunarfélag. Öll starfsemi félagsins fer fram  á Íslandi og lögð er megináhersla á byggingu íbúðahúsnæðis sem fullnægir þörfum og kröfum almennra kaupenda á íslenskum íbúðamarkaði.

Kaldalón starfar með fjölmörgum alþjóðlegum og innlendum verktökum og hönnuðum. Með samstarfi sínu við ólíka aðila á hverjum tíma, leitast Kaldalón stöðugt við að nýta sér þær byggingartæknilegu lausnir sem best hafa reynst og fremst teljast standa til að byggja megi nútímalegt, endingargott og fallegt húsnæði á sem hagkvæmastan hátt.