FJÁRFESTAR
Kaldalón hf. er íslenskt fasteignaþróunarfélag. Öll starfsemi félagsins fer fram á Íslandi og lögð er megináhersla á byggingu íbúðahúsnæðis sem fullnægir þörfum og kröfum almennra kaupenda á íslenskum íbúðamarkaði.
Kaldalón starfar með fjölmörgum alþjóðlegum og innlendum verktökum og hönnuðum. Með samstarfi sínu við ólíka aðila á hverjum tíma, leitast Kaldalón stöðugt við að nýta sér þær byggingartæknilegu lausnir sem best hafa reynst og fremst teljast standa til að byggja megi nútímalegt, endingargott og fallegt húsnæði á sem hagkvæmastan hátt.
TILKYNNING VEGNA AÐALFUNDAR
Vísað er til tilkynningar Kaldalóns frá 31. mars 2021 um boðun aðalfundar Kaldalóns hf., kt. 490617-1320, sem haldinn verður mánudaginn 19. apríl 2021, kl. 16:00, að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík, 9.hæð.
Kaldalón hf. : Afkomutilkynning fyrir árið 2020
Á stjórnarfundi þann 19. mars 2021 samþykktu stjórn og framkvæmdastjóri ársreikning Kaldalóns hf. fyrir árið 2020.
Rafræn þáttaka í hluthafafundi Kaldalóns. Hluthafafundur Kaldalóns hf.
Vísað er til tilkynningar Kaldalóns hf. frá 30. nóvember 2020 um boðun hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður kl. 13:00 þann 7. desember 2020 á skrifstofu félagsins að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík.
Fundarboð – Hluthafafundur Kaldalóns hf.
Stjórn félagsins Kaldalóns hf., kt. 490617-1320, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík („félagið“), boðar hér með til hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður kl. 13:00 þann 7. desember 2020 á skrifstofu félagsins að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík
Fundarboð
Aðalfundur Kaldalóns hf., kt. 490617-1320, verður haldinn föstudaginn 26. júní 2020, kl. 15:00, í höfuðstöðvum Kviku banka hf., Katrínartún 2, 105 Reykjavík, 9.hæð.
Frestun aðalfundar Kaldalóns hf.
Frestun aðalfundar Kaldalóns hf. Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi Kaldalóns, sem til stóð að yrði haldinn 30. apríl, um óákveðinn tíma þar til aðstæður til fundarhalda batna og smithætta minnkar.
Kaldalón hf. : Afkomutilkynning 2019
Kaldalón hf. : Afkomutilkynning 2019
Á stjórnarfundi þann 27. mars 2020 samþykktu stjórn og framkvæmdastjóri ársreikning Kaldalóns hf. fyrir árið 2018.
Helstu niðurstöður eru:
Hagnaður nam 204 milljónum króna
Rekstrarkostnaður nam 160 milljónum króna
Heildareignir námu 5.559 milljónum króna
Eigið fé félagsins nam 4.209 milljónir króna
Eiginfjárhlutfall í lok árs var 75,7%
Kaldalón hf. Árshlutareikningur fyrstu 6 mánuði ársins 2019
Kaldalón hf. hefur birt árshlutareikning sinn fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2019 sem samþykktur var af stjórn félagsins í dag, 30. ágúst 2019
Hagnaður Kaldalóns hf. á fyrri hluta ársins 2019 nam 31,9 milljónum króna. Heildareignir félagsins námu 4,6 milljörðum króna og skuldir félagsins voru 909 milljónir króna. Eigið fé félagsins var 3,7 milljarðar króna í lok tímabilsins.
Kaldalón hf: Leiðrétting skráningarskjals
Í töflu á bls. 29 í skráningarskjali Kaldalóns hf., sem birt var 28.8.2019, er dótturfélagið U14-20 ehf. skráð á bókfærðu virði ISK 178.519.838, en sú tala inniheldur ekki hluthafalán til félagsins.
Kaldalón hf: Birting skráningarskjals Kaldalóns hf. o.fl.
Kaldalón hf. hefur birt skráningarskjal vegna fyrirhugaðrar töku allra útgefinna hlutabréfa félagsins (hér eftir ,,hlutirnir“) til viðskipta á First North Iceland. Í kjölfar birtingar skráningarskjals hafa öll skilyrði fyrir töku hlutanna til viðskipta á First North Iceland verið uppfyllt og hefur Nasdaq Iceland hf. samþykkt töku þeirra til viðskipta.