Kaldalón hf.: Boðun hluthafafundar

 

FUNDARBOÐ

HLUTHAFAFUNDAR KALDALÓNS HF.

Stjórn félagsins Kaldalóns hf., kt. 490617-1320, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík („félagið“), boðar hér með til hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður kl. 13:00 þann 7. desember  2020 á skrifstofu félagsins að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík. Tilhögun fundarins verður í samræmi við þær sóttvarnarreglur sem í gildi verða á fundardegi.  Því getur þurft að takmarka aðgang að fundarsal og bjóða þess í stað upp á steymi, eða með öðrum hætti í samræmi við reglur hlutafélagalaga um hluthafafundi. Verða breytingar þar að lútandi tilkynntar í fréttakerfi kauphallar eigi síðar en þremur sólarhringum fyrir fundinn.

Dagskrá:

1)      Tillaga um staðfestingu á breytingu á samþykktum félagsins sem samþykkt var á; (i) aðalfundi þess þann 26. júní 2020, þar sem stjórn var veitt til að hækka hlutafé félagsins um allt að 6.000.000.000 króna og grein 1.3 í samþykktum félagins var breytt og bætt við heimild til að fjárfesta í skráðum og óskráðum hlutabréfum og skuldabréfum; og (ii) hluthafafundi þess þann 6. ágúst 2020 þar sem breytt var grein 4.1 í samþykktum félagsins um stjórnarskipan.  Auk þess er lögð fram tillaga um tilgangi félagsins verði breytt þannig að félaginu sé heimilt kaupa, selja og reka fasteignir.

Er þannig lögð fram tillaga um að grein 1.3 í samþykktum félagsins verði svohljóðandi:

Tilgangur félagsins er fjárfestingastarfsemi, þ.m.t. fasteignaþróun, kaup, sala, rekstur, eignarhald, umsýsla og uppbygging fasteigna og innviða tengdum fasteignaverkefnum og fasteignafélaga, lánastarfsemi ásamt kaupum og sölu félaga, fjármálagerninga, ýmiss konar skuldaviðurkenninga, s.s. lánssamninga og skuldabréfa, allt í tengslum við fasteignaviðskipti, fasteignaþróun, uppbyggingu innviða í tengslum við fasteignaverkefni eða fjármögnun byggingaframkvæmda og annar skyldur rekstur. Þá er félaginu heimilt að eiga hlut í félögum í starfsemi tengdri byggingargeiranum, þ.m.t. í steypustöðvum ásamt því að kaupa, selja og reka fasteignir. Félaginu er einnig heimilt að eiga skráð og óskráð hlutabréf og skuldabréf.

Tillaga um að fella niður fjárfestingar- og hagsmunaráð félagsins ásamt fjárfestingarstefnu þess, auk þeirra breytinga sem af því hlýst á samþykktum félagsins, þannig að greinar 3.11, 4.5 og 4.12-4.21 í samþykktum félagins verði felldar brott og gerðar breytingar á greinum 3.16, 4.4, 4.5, 4.6, 4.15, þar sem tilvísanir til hagsmuna- og fjárfestingaráðs og fjárfestingarstefnu félagsins verði felldar brott og í þess stað vísað til tilgangs félagsins, eftir því sem við á.

2)      Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutum.
Stjórn félagsins leggur til að eftirfarandi tillaga um kaup á eigin hlutum verði samþykkt.

„Hluthafafundur Kaldalóns hf., haldinn þann 7.  desember 2020, samþykkir að veita stjórn félagsins heimild, á grundvelli 55. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995, til að kaupa fyrir hönd félagsins allt að 10% af hlutafé þess í samræmi við gr. 2.11 samþykkta félagsins.“

  1. Tillaga um staðfestingu á kosningu og skipun stjórnar og varastjórnar sem ákveðið var á hluthafafundi félagsins þann 6. ágúst 2020.
  2. Önnur mál löglega fram borin.

Óski hluthafi eftir því að fá ákveðið mál tekið fyrir á fundinum skal hann koma slíkri ósk á framfæri við stjórn með skriflegum hætti með það miklum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins.

Reykjavík, 30. nóvember 2020

F.h. stjórnar Kaldalóns hf.

Þórarinn A. Sævarsson

Deila frétt

Fleiri fréttir