Kaldalón hf.: Kaup á fasteign

Kaldalón hf.  hefur náð samkomulagi um kaup dótturfélags Kaldalóns á fasteigninni Skógarhlíð 18, Reykjavík í heild sinni. Skógarhlíð 18 er um 1.938 fermetrar og hefur verið undirritaður samningur við Ríkiseignir fyrir Heilsugæsluna Hlíðum á stærstum hluta húsnæðisins. Áætluð afhending á grundvelli þess leigusamnings er sumarið 2023 og verður eignin tekjuberandi frá afhendingu Kaldalóns til Ríkiseigna. Kaupverð eignarinnar er 1.000.000.000 kr. og greitt með reiðufé.

Kaldalón hf. tekur á sig alla framkvæmdaáhættu vegna nauðsynlegra breytinga á Skógarhlíð 18 samkvæmt leigusamningnum við Ríkiseignir. Af þessum sökum er heildarfjárfesting ekki þekkt á þessu stigi þar sem framkvæmdir eru ekki hafnar.   Áætlanir vegna umræddra framkvæmda innihalda vikmörk vegna óvissu, eins og almennt er með endurbætur á fasteignum. Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á heildararðsemi fasteignasafns Kaldalóns vegna kaupanna.

Deila frétt

Fleiri fréttir