Kaldalón hf.: Útgáfa nýs hlutafjár

Vísað er til tilkynninga frá 20. apríl & 18. apríl s.l.

Fyrirtækjaskrá hefur samþykkt hækkun hlutafjár. Beiðni hefur verið send til Nasdaq CSD Iceland og Kauphallar um hækkun hlutafjár og töku til viðskipta. Nýtt hlutafé verður tekið til viðskipta þriðjudaginn 3. maí n.k.

Heildarfjöldi hluta í Kaldalón hf. verður þá kr. 7.135.919.691 að nafnvirði, og hækkar um 1.382.043.011 hluti.

Í fjárfestakynningu félagsins frá 18. mars s.l. á glæru 11 var tilgreint að gangverð fjárfestingareignir yrðu 20,9 ma kr. miðað við sviðsmynd um tilkynnt viðskipti þess tíma. Um ritvillu var að ræða, miðað við tilkynnt viðskipti 18. mars s.l. átti að rita 21,9 ma. Vísað er til tilkynninga félagsins um kaup á tekjuberandi fasteignum frá þeim tíma.   

Deila frétt

Fleiri fréttir