Kaldalón hf.: Útgáfa nýs hlutafjár

Stjórn Kaldalóns hf.: kt. 490617-1320, hefur þann 5. apríl 2022, ákveðið að hækka hlutafé félagsins um kr. 1.580.616.563, úr kr. 5.461.217.106 í kr. 7.041.833.669, að nafnverði, með útgáfu 1.580.616.563 nýrra hluta.

1.287.956.989 hlutir verða gefnir út á genginu 1,86 vegna kaupa á fasteignum sbr. tilkynningu frá 22. desember og verða hlutirnir gefnir út við afsal fasteignanna til félagsins. 202.659.574 hlutir eru gefnir út á genginu 1,88 vegna kaupa á fasteignum sbr. tilkynningu félagsins frá 31. mars og 22. desember s.l.

Heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins er til samræmis við ákvörðun hluthafafundar félagsins, haldinn þann 16. desember 2021, en samkvæmt heimildinni hafa hluthafar ekki forgangsrétt að nýjum hlutum, heldur er stjórn heimilt að selja þá fjárfestum.

Þá hefur stjórn borist tilkynning eiganda áskriftarréttinda að hlutum í félaginu, að nafnvirði samtals kr. 90.000.000 á genginu 1,22. Tilkynning er vegna áskriftarréttinda sem gefin voru út árið 2019. Með vísan til samninga er stjórn skylt að hækka hlutafé til að mæta skuldbindingum samkvæmt réttindunum og gefa út hlutafé og skrá rétthafa í hlutaskrá.

Hluthafaskrá Kaldalóns verður uppfærð til samræmis.

Deila frétt

Fleiri fréttir