Kaldalón hf. : Afkomutilkynning 2019

Á stjórnarfundi þann 27. mars 2020 samþykktu stjórn og framkvæmdastjóri ársreikning Kaldalóns hf. fyrir árið 2018.

Helstu niðurstöður eru:

  • Hagnaður nam 204 milljónum króna
  • Rekstrarkostnaður nam 160 milljónum króna
  • Heildareignir námu 5.559 milljónum króna
  • Eigið fé félagsins nam 4.209 milljónir króna
  • Eiginfjárhlutfall í lok árs var 75,7%

Félag í uppbyggingarfasa

Hagnaður Kaldalóns nam 204 milljónum króna samanborið við 388 milljónir króna árið 2019.  Heildareignir félagsins námu 5.559 milljónum króna og eigið fé í árslok 2019 var 4.209 milljónir króna.

Árið 2019 var hlutafé félagsins aukið um tæplega 800 milljónir króna og félagið skráð á First North markaðinn í ágúst.

Rekstur Kaldalóns á árinu 2019 einkenndist af uppbyggingu og þróun félagsins. Félagið er nú með um 140 íbúðir í byggingu sem flestar munu klárast á árinu 2020. Þá er stefnt að því að hefja byggingu á rúmlega 100 íbúðum á árinu 2020.

Kaldalón gekk frá kaupum á svokölluðum Steindórsreit við Grandatorg í Reykavík í apríl og seldi samhliða því allar íbúðir félagsins sem nú eru í smíðum að Urriðaholtsstræti 22. Á Steindórsreitnum hefur verið samþykkt deiliskipulagsbreyting þar sem fallið er frá áður samþykktum hóteláformum á reitnum en þess í stað gert ráð fyrir byggingu allt að 84 íbúða.

Góður gangur er í framkvæmdaverkefnum félagsins. Félög í eigu Kaldalóns voru í framkvæmdum við fimm byggingar á árinu 2019. Kaldalón er að byggja fjögur fjölbýlishús með 89 íbúðum í Urriðaholtstræti í Garðabæ. Þá er félagið í samstarfsverkefni með Íslenskri fjárfestingu á Kársnesi í Kópavogi þar sem verið er að leggja lokahönd á 54 íbúðir við Hafnarbraut 13-15.  Búið er að selja um helming af þeim íbúðum sem nú eru byggingu á vegum Kaldalóns.

Framkvæmdir á lóðum Kaldalóns í Stefnisvogi í Vogabyggð og á Steindórsreit eru undirbúningi og hönnun að ljúka. Ráðgert er að hefja framkvæmdir í Vogabyggð í sumar.

Kaldalón á 50% hlut í Steinsteypunni hf. og hefur rekstur og uppbygging fyrirtækisins gengið vel. Að mati stjórnenda Kaldalóns felast mikil tækifæri í rekstri Steinsteypunnar. Mikill og stígandi vöxtur hefur verið í sölu fyrirtækisins og vörum auk þjónustu þess verið vel tekið á markaðinum. Fyrsta heila starfsárið er að baki og var veltan rúmlega 730 milljónir króna.

Stjórn Kaldalóns hefur sett fram afkomuspá til fjögurra ára sem miðast við uppbyggingu á núverandi verkefnum félagsins. Á núverandi lóðum félagsins er reiknað með uppbyggingu um það bil 1.000 íbúða.

Gert er ráð fyrir að hagnaður fyrir skatta verði;

  • Árið 2020: 500-590 milljónir króna
  • Árið 2021: 1.440-1.680 milljónir króna
  • Árið 2022: 1.790-2.090 milljónir króna
  • Árið 2023: 1.940-2.260 milljónir króna

Afkomuspá félagsins gerir ráð fyrir að langtímaáhrif Covid-19 veirunnar verði óveruleg.

Félagið hyggst birta uppfærða afkomuspá samhliða birtingu uppgjöra félagsins.

Að mati stjórnenda Kaldalóns eru góðar aðstæður framundan fyrir félagið.  Lækkandi vextir og fyrirséð hóflegt framboð af nýju íbúðarhúsnæði gera það að verkum að líklegt er að markaðsaðstæður verði hagfelldar þegar stór hluti íbúða Kaldalóns kemur á markað seinni hluta ársins 2021 og árið 2022.

Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi Kaldalóns sem stóð til að halda þann 10. apríl, en stefnt er að því að halda fundinn þann 30. apríl ef aðstæður leyfa.  Fundurinn verður boðaður með fjórtan daga fyrirvara.

Nánari upplýsingar veitir Jónas Þór Þorvaldsson síma 899-9705, jonas@kaldalon.is.

narfundi þann 27. mars 2020 samþykktu stjórn og framkvæmdastjóri ársreikning Kaldalóns hf. fyrir árið 2018.

Helstu niðurstöður eru:

Hagnaður nam 204 milljónum króna
Rekstrarkostnaður nam 160 milljónum króna
Heildareignir námu 5.559 milljónum króna
Eigið fé félagsins nam 4.209 milljónir króna
Eiginfjárhlutfall í lok árs var 75,7%

Deila frétt

Fleiri fréttir