Leiðrétt tafla á bls. 29 í skráningarskjali

Í töflu á bls. 29 í skráningarskjali Kaldalóns hf., sem birt var 28.8.2019, er dótturfélagið U14-20 ehf. skráð á bókfærðu virði ISK 178.519.838, en sú tala inniheldur ekki hluthafalán til félagsins. Leiðrétt bókfært virði U14-20 ehf. er ISK 948.931.039. Bókfært virði er, í þessum tilgangi, skilgreint sem hlutafé Kaldalóns í dótturfélaginu auk hluthafalána.

Leiðrétt skjal hefur verið birt á heimasíðu Kaldalóns og í viðhengi við þessa tilkynningu.