Hvannir ehf., dótturfélag Kaldalóns hf., hefur gengið frá samning við VT31 ehf. um kaup á fasteign að Völuteig 31A. Fasteignin hýsir starfsemi Borgarplasts og er langtíma leigusamningur í gildi um eignina. Kaupverð eignarinnar er 650 milljónir króna. Áætlað er að rekstrarhagnaður (NOI) Kaldalóns hækki um 44 m.kr. á ársgrundvelli við kaupin. Greiðsla fer fram með lántöku, reiðufé og útgáfu nýs hlutafjár í Kaldalóni sem nemur 175 milljónum að markaðsvirði. Gengi útgáfunnar miðast við meðalgengi 10 viðskiptadaga fyrir samþykkt kauptilboð í eignina, eða 1,86 kr. á hlut. Samtals verða því gefnir út 94.086.022 hlutir. Áætlað er að afhending fari fram fyrir 1. maí n.k.
Deila frétt
Fleiri fréttir
Útboð á víxlum
21. nóvember, 2023
Hlutabréf tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland
16. nóvember, 2023
Kaldalón hf.: Birting viðauka við grunnlýsingu
15. nóvember, 2023
Kaldalón hf.: Nýir samningar um viðskiptavakt
13. nóvember, 2023