STJÓRN FÉLAGSINS

Jón Skaftason

Jón Skaftason er fæddur árið 1983. Hann er framkvæmdastjóri Strengs Holding ehf., Strengs hf. og framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá 365. Jón er stjórnarformaður danska húsgagnaframleiðandans Nor11 og breska smásölufélagsins Sleep Solutions Limited. Jón starfaði áður sem lögmaður hjá LOGOS Legal Services í London. Jón er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og LL.M. í Corporate Law frá University College í London. Þá hefur hann réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi.

HELEN NEELY

Helen Neely er fædd árið 1972. Hún hefur setið í stjórn Kaldalóns frá árinu 2019. Hún er framkvæmdastjóri og eigandi Konkrit ehf. sem hún stofnaði árið 2016. Áður var hún eigandi, fjármála- og rekstrarstjóri og stjórnarmaður í ÞG Verktökum ehf., Einingaverksmiðjunni ehf., Arcus ehf. og Sp/f Tgverk og Sp/f Lövebetong í Færeyjum. Helen útskrifaðist með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011

GUNNAR HENRIK GUNNARSSON

Gunnar Hendrik Gunnarsson er fæddur árið 1974. Hann hefur setið í stjórn Kaldalóns frá árinu 2020 og í varastjórn félagsins frá árinu 2019. Hann er stjórnarmaður í GG optic ehf. Smárahvammi ehf., A.M.W ehf., Auganu ehf., Prooptik ehf., Trausttaki ehf., Investar ehf. og RES ehf,

VARAMENN

STEINÞÓR ÓLAFSSON

Steinþór Ólafsson er fæddur árið 1960. Hann hefur setið í stjórn eða varastjórn Kaldalóns frá árinu 2019. Hann starfar sem sjálfstæður fjárfestir og ráðgjafi. Hann var áður framkvæmdastjóri Sæplasts ehf. og einn af eigendum Slippstöðvarinnar á Akureyri. Steinþór er verkfræðingur frá University of Southern California.