Kaup á Storm hótel og sala á nýju hlutafé

[av_textblock size=\’\’ av-medium-font-size=\’\’ av-small-font-size=\’\’ av-mini-font-size=\’\’ font_color=\’\’ color=\’\’ id=\’\’ custom_class=\’\’ template_class=\’\’ av_uid=\’av-knkhrb0o\’ sc_version=\’1.0\’ admin_preview_bg=\’\’]

Kaup á Storm hótel og sala á nýju hlutafé

Kaldalón hf. hefur náð samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í Hvönnum ehf. Helsta eign Hvanna er Storm hótel sem stendur við Þórunnartún 4 í Reykjavík. Á hótelinu eru 93 herbergi. Rekstraraðili hótelsins er dótturfélag KEA hótela ehf. Tímabundið samkomulag er í gildi við leigjanda hótelsins um skertar greiðslur vegna COVID-19 faraldursins. Áætlanir Kaldalóns gera ráð fyrir að hótelið verði í fullum rekstri ekki síðar en frá árslokum 2022.

Kaupverðið er 2.150 milljónir króna og til frádráttar koma skuldir félagsins sem áætlað er að nemi um 1.650 milljónum króna. Kaupverðið er greitt með nýjum útgefnum hlutum í Kaldalóni á genginu 1,30 á hlut sem samsvarar 384.615.384 hlutum að nafnvirði. Kaupin eru liður í þeirri stefnu Kaldalóns að auka vægi tekjuberandi fasteigna í starfsemi félagsins.

Samhliða ofangreindum viðskiptum hefur Kaldalón hf. náð samkomulagi við félag í eigu Jonathan B. Rubini um kaup á 276.923.077 hlutum í Kaldalóni á genginu 1,30. Um  er að ræða nýtt hlutafé sem stjórn hefur heimild til útgáfu á samkvæmt samþykktum félagsins. Jonathan B. Rubini er annar eigandi og stjórnarformaður JL Properties sem er fasteignafélag með meginstarfsemi í Anchorage, Alaska. Markaðsvirði eigna félagsins er yfir 240 milljarðar króna.

Viðskiptin eru háð endanlegri kaupsamningsgerð og áreiðanleikakönnun á Hvönnum ehf. og eignum þess. Stefnt er að kaupsamningi og afhendingu 15. ágúst næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Jónas Þór Þorvaldsson, sími 899-9705 (jonas@kaldalon.is)
[/av_textblock]

Deila frétt

Fleiri fréttir