Eftirfarandi tillögur voru lagðar fyrir hluthafafund Kaldalóns hf., sem haldinn var að Borgartúni 19, Reykjavík, fimmtudaginn 16. desember 2021, kl. 16:00:
- Tillaga um að hluthafafundur álykti að hlutir félagsins verði teknir til viðskipta á aðallista Nasdaq Iceland og að stjórn félagsins undirbúi umsókn þessa efnis, að uppfylltum skilyrðum fyrir skráningu á aðallista.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
- Tillaga um að félagið setji sér nýjar samþykktir (sem fylgdu með fundarboði, auk þess sem meginefni breytinga var þar getið og finna má á heimasíðu félagsins; kaldalon.is), þar sem m.a. er tryggt að samþykktir félagsins samrýmist þeim kröfum sem gilda um félög sem skráð hafa hluti sína á skipulegum verðbréfamarkaði.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
- Tillaga um að félagið setji sér nýja starfskjarastefnu (sem fylgdi með fundarboði og finna má á heimasíðu félagsins; kaldalon.is), sem taka mið af leiðbeiningum um stjórnunarhætti fyrirtækja, 6. útgáfu, sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Gögn fundar er að finna á https://kaldalon.is/hluthafafundur-2021/