Hvannir ehf., dótturfélag Kaldalóns hf., hefur gengið frá samning við VT31 ehf. um kaup á fasteign að Völuteig 31A. Fasteignin hýsir starfsemi Borgarplasts og er langtíma leigusamningur í gildi um eignina. Kaupverð eignarinnar er 650 milljónir króna. Áætlað er að rekstrarhagnaður (NOI) Kaldalóns hækki um 44 m.kr. á ársgrundvelli við kaupin. Greiðsla fer fram með lántöku, reiðufé og útgáfu nýs hlutafjár í Kaldalóni sem nemur 175 milljónum að markaðsvirði. Gengi útgáfunnar miðast við meðalgengi 10 viðskiptadaga fyrir samþykkt kauptilboð í eignina, eða 1,86 kr. á hlut. Samtals verða því gefnir út 94.086.022 hlutir. Áætlað er að afhending fari fram fyrir 1. maí n.k.
Deila frétt
Fleiri fréttir
Kaldalón er framúrskarandi og til fyrirmyndar
4. nóvember, 2024
Kaup á 17.600 fermetrum af tekjuberandi fasteignum
22. október, 2024
Sala á nýjum grænum skuldabréfaflokk
21. október, 2024
Þórunnartún 4 hlýtur alþjóðlega umhverfisvottun
16. október, 2024
Sjálfbærnimat Reitunar
16. október, 2024