Vísað er til tilkynningar félagsins frá 26. janúar 2024 um fyrirhuguð kaup á tekjuberandi fasteignum og fasteignum í byggingu.
Í framhaldi af undirritun kauptilboðs í Fornubúðir 5 hafa aðilar átt í viðræðum um endanlegan kaupsamning og önnur atriði kauptilboðs. Aðilar hafa orðið sammála um halda þeim viðræðum ekki áfram. Því mun ekki verða af fyrrgreindum viðskiptum um fasteignina.
Kaupsamningar um aðrar fasteignir í tilkynningu frá 26. janúar 2024 hafa verið undirritaðir. Klettagarðar 11 hafa verið afhentir félaginu og framkvæmdir við Borgarhellu & Lambhagavegi eru á áætlun.
Nánari upplýsingar veitir
Jón Þór Gunnarsson, forstjóri
[email protected]