Kaldalón hf.: Birting fjárhagsupplýsinga

Samkvæmt fjárhagsdagatali Kaldalóns birtir félagið hálfsárs- og ársuppgjör félagsins opinberlega. Stjórn Kaldalóns hefur tekið ákvörðun um að birta viðbótar upplýsingar úr rekstri félagsins sem birtar verða milli árs- og hálfsársuppgjöra félagsins. Þær upplýsingar sem félagið hyggst birta verða óendurskoðaðar stjórnendaupplýsingar fyrir fyrsta og þriðja ársfjórðung sem sýna rekstur félagsins, stöðu á efnahagsreikningi og helstu áfanga félagsins á tímabilinu.

Regluleg birting viðbótar upplýsinga er gerð með það að markmiði að veita hluthöfum og fjárfestum tíðari upplýsingar úr rekstri félagsins og þannig auka gagnsæi um rekstur þess.

Upplýsingar um rekstur Kaldalóns verða birtar í fyrsta skipti eftir lokun markaða hinn 4. desember næstkomandi. Uppfært fjárhagsdagatal Kaldalóns fyrir árið 2025 verður birt á vefsíðu félagsins fyrir árslok og mun taka mið af þessari breytingu. 

Nánari upplýsingar veitir:

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns

[email protected]