Árshlutareikningur fyrstu sex mánuði ársins 2024

Samandreginn árshlutareikningur Kaldalóns hf. var samþykktur af stjórn félagsins 29. ágúst 2024.

Umtalsverð tekjuaukning og félagið í stakk búið fyrir frekari vöxt

  • Vöxtur leigutekna er 48% milli ára. Verðlag hækkaði um 7% á sama tíma.
  • Kaldalón skilar 2.454 m.kr. í hagnað fyrir skatta
  • Arðsemi eiginfjár var 17,3% á ársgrundvelli
  • Rekstrarhagnaðarhlutfall 79%1
  • Handbært fé 3.531 m.kr.
  • Veðsetningarhlutfall 53,4%. Undir markmiði í hefðbundnum rekstri. 
  • Félagið hóf útgáfu skráðra skuldabréfa á markaði. Umgjörð um græna fjármögnun gefin út í ágúst.
  • Verðtryggðar skuldir eru við lok tímabils 71% af heildarskuldum (2023: 53%).
  • 67% af skuldum félagsins er uppgreiðanlegar. 

Helstu atriði uppgjörs eru:

 H1 2024H1 2023
Rekstrartekjur2.1321.438
Tekjuvegið útleiguhlutfall afhentra eigna96,7%98,6%
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu   1.6721.154
Rekstrarhagnaðarhlutfall1   79%80%
Matsbreyting á tímabilinu   2.7772.013
Heildarhagnaður fyrir skatta2.4542.107
Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli17,3%17,2%
Handbært fé í lok tímabils   3.5311.830
   
 H1 20242023
Fjárfestingareignir   62.38857.585
Heildareignir   66.85860.666
Vaxtaberandi skuldir   33.34429.960
Eigið fé   25.23723.207
Veðsetningarhlutfall   53,4%52%
Eiginfjárhlutfall   37,7%38,3%
1) án einskiptiskostnaðar  

Allar fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram.

 Jón Þór Gunnarsson, forstjóri:

Að teknu tilliti til núverandi starfsumhverfis er afkoma og árangur félagsins á tímabilinu að mínu mati góður.

Kaldalón hefur frá upphafi lagt áherslu á arðsemi í viðskiptum í samræmi við fjárfestingarstefnu félagsins. Þess vegna er ánægjulegt er að sjá vöxtin í félaginu og jákvæð áhrif þess vaxtar á rekstrarniðurstöðu. Tekjuvöxtur á tímabilinu var 48% samanborið við sama tímabil í fyrra en verðlag hækkaði um 7% á sama tíma. Hafa ber í huga að Kaldalón fjárfesti fyrir tæpa 14 milljarða króna árið 2023 og eru margar þeirra eigna að koma inn í rekstur og verða tekjuberandi á árinu 2024.

Kaldalón er mjög vel í stakk búið til frekari vaxtar. Handbært fé og óádregnar lánalínur standa í 5,2 milljörðum króna í lok fyrri árshelmings. Þá er veðsetningarhlutfall Kaldalóns undir langtímamarkmiði félagsins um fjármagnsskipan. Við höfum jafnframt byggt upp innviði félagsins með þeim hætti að við getum hæglega stýrt umtalsvert stærra fasteignasafni. Á fyrri árshelmingi keypti Kaldalón 3.500 m2 af nýju atvinnuhúsnæði sem þegar hafa verið gerðir langtímaleigusamningar um.  Það er stefna okkar að vaxa frekar, en við höfum ekki fundið frekari verkefni á tímabilinu sem stóðust okkar arðsemiskröfu og fórum því þá leið að hefja endurkaup á eigin hlutum.

Félagið fylgdi eftir grunnlýsingu félagsins vegna útgáfuramma markaðsfjármögnunar á tímabilinu og gaf út skuldabréfaflokk. Gefin var út umgjörð um græna fjármögnun í ágúst, og er ráðgert að gefa út grænt skuldabréf á næstu misserum. Í dag er um 11% af eignasafni félagsins með alþjóðlega umhverfisvottun og væntingar eru um að það aukist í 16% á næstu misserum.  Við höfum trú á að markaðsfjármögnun muni til lengri tíma lækka fjármagnskostnað félagsins og sjáum strax merki þessi á markaði. Í dag eru tveir þriðju hluti af vaxtaberandi skuldum Kaldalóns uppgreiðanlegar.

Þróunarverkefni eru á áætlun. Nýjar eignir að Borgarhellu verða afhentar á seinni helmingi ársins, viðbótum að Grjóthálsi er lokið og ráðgert að uppbygging að Lambhagavegi verið lokið á fyrri hluta ársins 2025. 

Árshlutareikningur 2024

Skýrsla stjórnar og forstjóra félagsins er að finna í samandregnum árshlutareikningi félagsins. Samandreginn árshlutareikningur er gerður í samræmi við reikningsskilastaðla (IFRS).

Kynning á árshlutauppgjöri

Samhliða uppgjörinu er boðað til kynningarfundar föstudaginn 30. ágúst kl. 08:30 á Grand Hótel, Sigtúni 28. Húsið opnar 08:15. Á fundinum verður farið yfir starfsemina á tímabilinu, ársuppgjör og framtíðarhorfur. Við upphaf fundar verður kynningarefnið aðgengilegt á vefsíðu Kaldalóns.

Hægt er nálgast ársreikninginn á kaldalon.is/fjarfestar.

Frekari upplýsingar

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri, [email protected]

www.kaldalon.is