Fysti áfangi byggingarinnar var einlyft verksmiðjuhúsnæði, reist eftir teikningum Arinbjörns Þorkelssonar. Síðar hannaði arkitektinn Gunnar Hansson veglega skrifstofuálmu og geymsluhúsnæði og loks tengibyggingu við verksmiðjuálmuna. Húsið í heild sinni dregur dám af alþjóðlegum módernisma líkt og fleiri hús sem risu upp úr miðbiki tuttugustu aldarinnar eftir teikningum Gunnars og fleiri arkitekta víða um borgina. [...] Gengur Kassagerðarhúsið við Köllunarklettsveg gegnum endurnýjun lífdaga. Sú endurnýjun er fagnaðarefni því iðnaðar- og skrifstofuhús á borð við hús Kassagerðarinnar eru einstök.
- Anna María Bogadóttir, arkitekt (heimild)
Laust til leigu
Skrifstofuhæðir í sögufrægu húsnæði gömlu kassagerðarinnar sem nú hefur verið endurbyggt. Hluti af skrifstofum hafa þegar verið leigðar en um 2.000 fermetrar af skrifstofuhúsnæði eru tilbúin til leigu. Hægt er að skipta leiguhúsnæði í minni einingar eins og sjá má á grunnmyndum. Sameignarfrágangi er lokið en hægt er að klæðskerasníða skrifstofur í samráði við leigutaka.
Aðgengi er gott af Sæbraut. Tveir stigakjarnar með lyftum veita gott aðgengi upp á hæðir. Til Norður er útsýni yfir Esju og höfnina. Til vesturs er útsýni yfir miðborg Reykjavíkur og strandlengju.
Önnur hæð:
Skrifstofurými 250 - 850 m2
Þriðja hæð:
Skrifstofurými 250 - 850 m2
Lögð er áhersla að leigutakar á reitnum hafi sett sér umhverfisstefnu og markmið um að draga úr umhverfisáhrifum.
Högni Hjálmtýr Kristjánsson veitir áhugasömum leigutökum nánari upplýsingar í síma 823 6147 eða á netfanginu kaldalon@kaldalon.is