Vísað er til tilkynningar frá 22. október sl. þar sem tilkynnt var um kaup Kaldalóns á öllu hlutafé í annars vegar IDEA ehf. („IDEA“) og hinsvegar K190 hf. („K190“).
Fyrirvarar í kaupsamningum vegna beggja félaga hafa nú verið uppfylltir. Uppgjör og afhending IDEA hefur nú farið fram en aðilar komust að samkomulagi um að fasteignirnar Leirukrókur 2-3 yrðu undanskildar viðskiptunum. Uppgjör og afhending K190 verður þriðjudaginn 3. desember nk.
Endanlegt heildarvirði ofangreindra félaga í viðskiptunum er 7.855 m.kr. Leigutekjur nema á ársgrunni 636 m.kr. en áætlað er að rekstrarhagnaður Kaldalóns aukist um 533 m.kr. á ársgrunni í kjölfar viðskipta.