Leiðrétting: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Vísað er til tilkynningar Kaldalóns hf. („Kaldalón“ eða „félagið“), dags. 30. september 2024, um lok kaupa samkvæmt endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um þann 29. ágúst 2024.

Vegna mistaka hjá umsjónaraðila endurkaupaáætlunar kemur fram að við lok endurkaupaáætlunar hafi félagið keypt keypt 15.603.566 eigin hluti fyrir kr. 299.999.960.  Rétt er að félagið hafði keypt 16.700.150 eigin hluti fyrir kr. 320.451.454.  Tilkynningin frá 30. september 2024 leiðréttist hér með. Þá eru leiðréttar tilkynningar vegna endurkaupa í viku 37 og 38. 

VikaTilkynnt magnRaun magnTilkynnt kaupverðRaun kaupverð
Vika 35458.823458.823 8.671.7548.671.755
Vika 363.288.4023.288.402 61.986.37861.986.378
Vika 372.192.2683.288.402 40.830.99161.273.891
Vika 384.242.7664.243.216 80.504.41480.513.009
Vika 395.316.4705.316.470105.815.328105.815.328
Vika 40104.837104.8372.191.0932.191.093
Samtals15.603.56616.700.150299.999.958320.451.454

Stjórn félagsins hefur í því sambandi samþykkt breytingu á umræddri endurkaupaáætlun þannig að fjárhæð endurkaupa á grundvelli hennar geti að hámarki verið kr. 320.451.454. 

Kaldalón hf. á því 33.750.139 eigin hluti að lokinni endurkaupaáætlun sem nemur 3,01% af útgefnum hlutum í félaginu.

Nánari upplýsingar veitir
Jón Þór Gunnarsson, forstjóri
kaldalon@kaldalon.is