Skógarhlíð 18 sem hýsir starfsemi Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og heilaörvunarmiðstöð (HÖM) hefur hlotið umhverfisvottun BREEAM In-Use. Niðurstaða einkunnar er „mjög góð (e. Very Good)“.
BREEAM vistvottunarkerfið byggir á alþjóðlegum staðli fyrir byggingar í rekstri þar sem óháður vottunaraðili auk BRE Global Limited staðfesta ágæti fasteignar. Úttekt og vottun fasteignarinnar hjálpar rekstraraðilum og fasteignaeigendum við yfirsýn og umbætur á ýmsum þáttum sjálfbærni en þeir helstu eru heilsa og vellíðan starfsfólks og gesta, orkunotkun, innivist, mengun og umhverfisgæði.
Vottun fasteignanna er í samræmi við stefnu Kaldalóns um sjálfbærni og þá vegferð sem félagið hefur kynnt við útgáfu grænna skuldabréfa.