Kaldalón hf. hefur lokið sölu á sex mánaða víxlum í nýjum flokki KALD 24 0301, að fjárhæð 1.000.000.000 kr.
Víxlarnir voru seldir á 10,888% flötum vöxtum eða 100 punkta álagi ofan á 6 mánaða REIBOR. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum.
Greiðslu og uppgjörsdagur er fyrirhugaður 1. september 2023. Sótt verður um töku víxlaflokksins til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.
Landsbankinn hf. hafði umsjón með sölu á víxlunum.
Félagið stefnir á að vera reglulegur útgefandi á skuldabréfamarkaði en um er að ræða fystu útgáfu félagsins undir nýjum 30.000.000.000 kr. útgáfuramma sem staðfestur var af Fjármálaeftirliti Seðlabankana Íslands 7. júlí síðastliðinn.
Nánari upplýsingar veita:
Jón Þór Gunnarsson forstjóri Kaldalóns hf., jon.gunnarsson@kaldalon.is
Gunnar S. Tryggvason, Verðbréfamiðlun Landsbankans, í síma 821 2090 eða gunnars@landsbankinn.is
Björn Hákonarson, Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, í síma 832 4454 eða bjorn.hakonarson@landsbankinn.is