Útgáfa nýs hlutafjár

Vísað er til tilkynningar Kaldalóns frá 10. júlí sl. um kaup á fasteignunum að Hæðasmára 2-6 af Dælunni ehf., Landakoti fasteignafélagi ehf. og Kili fasteignum ehf. þar sem meðal annars kom fram að kaupverð samanstæði af greiðslu í peningum og hlutum í Kaldalóni.

Í tengslum við uppgjör viðskiptanna um Hæðasmára 2 og 4 hefur Kaldalón nú fengið 122.807.018 nýja hluti skráða hjá Fyrirtækjaskrá RSK og hafa hlutirnir verið gefnir út af Nasdaq CSD og afhentir.

Núverandi skráð og útgefið hlutafé í Kaldalóni er kr. 7.843.996.979 að nafnvirði.

Þá er einnig vísað til tilkynninga Kaldalóns, dags. 10. júlí sl. um kaup á fasteignum við Víkurhvarf 1 og Þverholt 1, 22. ágúst sl. um kaup öllu hlutafé í Hafnagarði ehf. og 24. ágúst sl. um útgáfu hlutafjár til hæfra fjárfesta. Kaldalón hefur samkvæmt ofangreindum viðskiptum skuldbundið sig til útgáfu nýs hlutafjár að fjárhæð kr. 3.282.828.282 að nafnvirði. Til viðbótar verður gefið út í áföngum nýtt hlutafé vegna kaupa á Hafnagarði ehf. og vísast til tilkynningar frá 22. ágúst sl. til frekari útskýringar.

Það skal tekið fram að Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL fjárfestingafélags hf. og Magnús Ingi Einarsson, fjármálastjóri SKEL fjárfestingafélags hf. eru stjórnarmenn í Kaldalóni en Dælan ehf. er dótturfélag Orkunnar IS ehf. sem er að fullu í eigu SKEL fjárfestingafélags hf.