Kaup á fasteign og útgáfa hlutafjár

Kaldalón hf., og Búbót ehf. hafa náð samkomulagi um kaup dótturfélags Kaldalóns á fasteigninni Fossaleynir 19-23. Innifalið í kaupunum er 7.100 m2 ónýttur byggingarréttur á lóðinni, en lóðin er alls tæpir 18.000 m2.

Verðmæti fasteignar í viðskiptum er kr. 1.528.000.000 og verðmæti byggingarréttar með jarðvegsskiptum kr. 252.000.000., alls kr. 1.780.000.000. Eignin er keypt af dótturfélagi Kaldalóns, Hvannir ehf. Kaupverð greiðist með reiðufé að fjárhæð kr. 1.280.000.000 og útgáfu hlutafjár í Kaldalóni að fjárhæð kr. 500.000.000. Gengi útgáfu hlutafjár miðast við meðalgengi 10 viðskiptadaga fyrir samþykkt kauptilboðs, eða 1,85 kr. á hlut.  Kaldalón mun því gefa út 270.270.270 hluti að nafnvirði í tengslum við ofangreint. Áætlað er að afhending fari fram 1. júní n.k. eða fyrr.

Jafnframt hefur Kaldalón skrifað undir langtíma leigusamning um leigu á allri fasteigninni. Áætlað er að rekstrarhagnaður (NOI) Kaldalóns aukist um um 110 m.kr. á ársgrundvelli vegna ofangreindra viðskipta.