Árshlutareikningur 2022

Árshlutareikningur Kaldalóns hf. var samþykktur af stjórn félagsins þann 22. ágúst 2022.

Félagið skilar bestu afkomu frá upphafi, 1.421 m.kr. í hagnað á fyrri hluta ársins sem samsvarar 33% arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli

Vöxtur félagsins er á áætlun og jukust fjárfestingaeignir félagsins um 61% frá áramótum

Félagið hefur gengið frá kaupum eða gert samkomulag um kaup á 76.900 m2 atvinnuhúsnæðis

Stjórn félagsins hefur ákveðið að gera fyrirhugaða skráningu á aðalmarkað kauphallar markmiðadrifna

Helstu atriði uppgjörs eru:

  • Heildarhagnaður á fyrri hluta ársins var 1.421 m.kr.
  • Arðsemi eigin fjár var 33% á ársgrundvelli
  • Bókfært virði fjárfestingareigna í lok tímabils er 28.625 m.kr.
  • Handbært fé 643 m.kr
  • Heildareignir 31.596 m.kr.  
  • Vaxtaberandi skuldir námu 14.924 m.kr.
  • Eigið fé er 13.055 m.kr samanborið við 8.359 m.kr. árslok 2021

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri:

„Kaldalón setti sér metnaðarfull markmið um umbreytingu í fasteignafélag fyrir rúmu ári síðan. Umbreyting hefur gengið samkvæmt áætlun og grunnur lagður að sterku fasteignafélagi. Félagið skilar nú bestu afkomu frá upphafi.

Félagið hefur gengið frá kaupum eða gert samkomulag um kaup á 76.900 m2 en áætlaðar tekjur nema um 2.898 m.kr. á ársgrundvelli eftir afhendingu eigna.

Félagið hefur sett sér markmið um frekari vöxt sem kynntur verður á fjárfestakynningu 23. ágúst. Samhliða verður fjárfestakynningu dreift í fréttakerfi kauphallar.“

Það ber að hafa í huga við lestur ársreikningsins að rekstrarreikningur er ekki að fullu sambærilegur milli ára þar sem félagið gerði upp sem fjárfestingafélag á fyrri hluta ársins 2021.

Áform um skráningu á aðalmarkað

Þann 16. maí 2021 tilkynnti Kaldalónum stefnubreytingu í rekstri og fyrirhugaða skráningu á aðalmarkað kauphallar (Nasdaq OMX Iceland) með haustmánuðum 2022, ásamt ráðgjafasamningi við Arion banka hf. þess efnis.

Stjórn telur að First North markaðurinn hafi veitt félaginu aðgang að flestum þeim kostum sem fylgja því að vera á verðbréfamarkaði og tækifæri til að þróa reksturinn hraðar en annars hefði verið kostur. Þá tekur stjórn tillit til þess að rekstrarsaga félagsins, sem fasteignafélags utan um tekjuberandi atvinnuhúsnæði, er stutt. First North markaðurinn mun, að mati stjórnar, áfram gera félaginu mögulegt að tryggja jafnræði fjárfesta, gagnsæi í upplýsingagjöf og miðlæga verðmyndun.

Þegar þremur af fjórum eftirfarandi markmiðum hefur verið náð mun félagið óska skráningar á aðalmarkað. Markmiðin eru; (i) fjárfestingareignir félagsins nemi 50.000 m.kr., (ii) félagið hafi gefið út endurskoðaðan ársreikning sem fasteignafélag, (iii) félagið hafi gefið út grunnlýsingu vegna útgáfu skuldaskjala, (iv) leigutekjur til tólf mánaða séu hærri en sem nemur 3.500 m.kr.

Kynning á félaginu

Samhliða uppgjörinu er boðað til kynningarfundar þriðjudaginn 23. ágúst kl. 08:30 að Grand hóteli. Húsið opnar 08:15. Á fundinum verður farið yfir starfsemi á fyrri hluta ársins og framtíðarhorfur. Að fundi loknum verður kynningarefnið aðgengilegt á vefsíðu Kaldalóns.

Hægt er að nálgast ársreikning á fjárfestavef

Frekari upplýsingar

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri, kaldalon@kaldalon.is
www.kaldalon.is

Deila frétt

Fleiri fréttir