Frágangur viðskipta um fasteignina Köllunarklettsveg 1 og hækkun hlutafjár

Vísað er til tilkynningar frá 22. ágúst sl. þar sem fram kom að Kaldalón hefði fengið samþykkt kauptilboð í allt hlutafé Hafnargarðs ehf., eiganda Köllunarklettsvegar 1 í Reykjavík og að viðskiptin væru háð hefðbundum fyrirvörum.

Fyrirvarar viðskiptanna hafa nú verið uppfylltir og kaupsamningur undirritaður. Kaldalón mun af því tilefni hækka hlutafé félagsins um 834.724.541 hluti að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta, skrá þá og afhenda Norvik hf. sem hluta af kaupverðinu.

Deila frétt

Fleiri fréttir