Kaldalón hf.: Ársreikningur 2021

Ársreikningur Kaldalóns hf. var samþykktur af stjórn félagsins þann 17. mars 2022.

Félagið skilar bestu afkomu frá upphafi. Helstu atriði uppgjörs eru:

  • Heildarhagnaður ársins var 1.339 m.kr.
  • Arðsemi eigin fjár var 20,6%
  • Bókfært virði fjárfestingareigna í lok tímabils er 17.827 m.kr.
  • Handbært fé 1.296 m.kr
  • Heildareignir 21.479 m.kr.
  • Vaxtaberandi skuldir námu 9.734 m.kr.
  • Eigið fé er 8.359 m.kr samanborið við 4.646 m.kr. árslok 2020

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri:Kaldalón hf. Samstæðuársreikningur 2021

„2021 var gríðarlega viðburðaríkt ár í sögu félagsins. Umbreytingarferli félagsins í fasteignafélag er komið vel á veg og félagið skilar sinni bestu afkomu frá upphafi.

Tækifæri á markaði verða áfram nýtt og fyrirhugaður vöxtur eignasafns félagsins framundan á árinu.

Félagið stefnir að skráningu á aðalmarkað Nasdaq Iceland haustið 2022.“

Um er að ræða fyrsta samstæðureikning félagsins en við fyrri reikningsskil var félagið gert upp sem fjárfestingarfélag. Samstæðuársreikningur félagsins hófst 1. júlí 2021 og er því fyrri hluti ársins birtur með gangvirðisbreytingum dótturfélaga í samræmi við árshlutareikning 2021. Það ber því að hafa í huga við lestur ársreikningsins að hann er ekki sambærilegur að öllu leyti við fyrri ársreikninga félagsins.

Kynning á félaginu

Samhliða uppgjörinu er boðað til kynningarfundar föstudaginn 18. mars kl. 08:30 að Nauthól. Húsið opnar 08:15. Á fundinum verður jafnframt farið yfir horfur í rekstri félagsins. Að fundi loknum verður kynningarefnið aðgengilegt á vefsíðu Kaldalóns.

Hægt er að nálgast ársreikninginn á www.kaldalon.is/fjarfestar.

Frekari upplýsingar

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri, kaldalon@kaldalon.is
www.kaldalon.is

 

Samstæðureikningur:

 

Deila frétt

Fleiri fréttir