Kaldalón hf.: Birting grunnlýsingar vegna útgáfuramma

Kaldalón hf., kt. 490617-1320, Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík, hefur birt grunnlýsingu í tengslum við 30.000.000.000 króna útgáfuramma skuldabréfa og víxla félagsins. Grunnlýsingin sem er dagsett 7. júlí 2023 hefur verið staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Grunnlýsingin, sem er á íslensku, er birt með rafrænum hætti á vef Kaldalóns, kaldalon.is/fjarfestar.

Með útgáfu grunnlýsingar hefur Kaldalón nú aðgang að markaðsfjármögnun fyrir fasteignasafn félagsins.

Við birtingu árshlutauppgjörs 31. ágúst n.k. hefur félagið náð tveimur af fjórum markmiðum fyrir skráningu á aðalmarkað. Þá gera áætlanir stjórnenda ráð fyrir að markmiðum stjórnar fyrir skráningu verði náð á þessum ársfjórðungi.  Vinna við skráningu á aðalmarkað mun hefjast í framhaldi.

Nánari upplýsingar veitir,
Jón Þór Gunnarsson, forstjóri
kaldalon@kaldalon.is

Deila frétt

Fleiri fréttir