Kaldalón hf.: Kaup á fasteignum og útgáfa hlutafjár

Hæðasmári 2-6, Kópavogi

Kaldalón hf. hefur skrifað undir kaupsamninga við Dæluna ehf., eiganda fasteignar við Hæðasmára 2, Landakot fasteignafélag ehf., eiganda fasteignar við Hæðasmára 4, og Kjöl fasteignir ehf., eiganda fasteignar við Hæðasmára 6, um kaup dótturfélaga Kaldalóns á framangreindum fasteignum. Heildarkaupverð fasteigna er kr. 1.050.000.000. Samhliða kaupunum hafa verið undirritaðir leigusamningar til 20 ára við Orkuna IS ehf. um fasteign við Hæðasmára 2 annars vegar og Lyfjaval ehf. um fasteign við Hæðasmára 4 hins vegar. Dótturfélag Kaldalóns yfirtekur leigusamninga vegna Hæðasmára 6 en fasteignin er í fullri útleigu.

Leigusamningur við Orkuna IS nýtur móðurfélagsábyrgðar frá Skel fjárfestingarfélagi hf. til 30 mánaða auk leigu- og umhverfistrygginga þegar móðurfélagsábyrgð lýkur. Samsvarar þetta eldri leigusamningum dótturfélags Kaldalóns við Orkuna IS.

Leigutekjur ofangreindra eigna nema 80 m.kr. á ári. Áætlað er að rekstrarhagnaður (NOI) Kaldalóns aukist um 65 m.kr. á ársgrundvelli eftir viðskiptin.

Kaupverð greiðist með reiðufé að fjárhæð kr. 840.000.000 og útgáfu hlutafjár í Kaldalóni að fjárhæð kr. 210.000.000. Gengi útgáfu hlutafjár miðast við meðalgengi 10 viðskiptadaga fyrir samþykkt kauptilboðs, eða 1,71 kr. á hlut.  Kaldalón mun því gefa út 122.807.018 hluti að nafnvirði í tengslum við ofangreint. Afhending á Hæðasmári 2 og 4 fer fram við undirritun kaupsamnings en áætlað er að afhending á Hæðasmára 6 fari fram 1. ágúst n.k. eða fyrr.

Víkurhvarf 1, Kópavogi og Þverholt 1, Mosfellsbæ

Kaldalón hf. hefur skrifað undir samning við MA6 ehf., eiganda hluta fasteignar við Víkurhvarf 1, og Fastefli ehf., eiganda fasteignar við Þverholt 1, um kaup dótturfélaga Kaldalóns á framangreindum fasteignum. Heildarkaupverð fasteigna er kr. 850.000.000. Fasteignirnar eru í fullri útleigu. Dótturfélag Kaldalóns á fyrir meirihluta í Víkurhvarfi 1.

Leigutekjur ofangreindra eigna nema 82 m.kr. á ári og áætlað er að rekstrarhagnaður (NOI) Kaldalóns aukist um 61 m.kr. á ársgrundvelli eftir viðskiptin.

Kaupverð greiðist með reiðufé að fjárhæð kr. 450.000.000 og útgáfu hlutafjár í Kaldalóni að fjárhæð kr. 400.000.000. Gengi útgáfu hlutafjár miðast við meðalgengi 10 viðskiptadaga fyrir samþykkt kauptilboðs, eða 1,76 kr. á hlut.  Kaldalón mun því gefa út 227.272.727 hluti að nafnvirði í tengslum við ofangreint. Áætlað er að afhending fari fram 31. ágúst n.k. eða fyrr.

Fjöldi hluta í Kaldalón hf. eftir útgáfu nýs hlutafjár verða 7.756.269.706

Deila frétt

Fleiri fréttir