Kaldalón hf.: Kaup á tekjuberandi fasteignum og sala á fasteignaverkefni í Vogabyggð. Samþykktur kaupsamningur.

Vísað er til tilkynningar Kaldalóns frá 16. maí sl. um kaup á félögunum Lantan ehf og VMT ehf., sem eiga fasteignir að Laugavegi 32-36 og Vegamótastíg 7 ásamt gildandi leigusamningum. Fasteignirnar hýsa m.a. starfsemi Sand Hótels annars vegar, og Room with a View hins vegar. Samhliða var tilkynnt um sölu á fasteignaverkefnum dótturfélags Kalalóns, U14-20 ehf., í Vogabyggð.

Aðilar hafa nú undirritað kaupsamning vegna viðskiptanna og hefur hann hlotið samþykki stjórna beggja aðila. Kaldalón tekur við fjárhagslegum réttindum og skyldum vegna hinna keyptu fasteigna frá 1. júlí sl., en endanleg afhending keyptra og seldra eigna fer fram þann 1. október nk. að undangengnu endanlegu samþykki fjármögnunaraðila og aðilaskipta á lóðar- og byggingarrétti

Deila frétt

Fleiri fréttir