Kaldalón hf.: Niðurstöður aðalfundar 2021

Meðfylgjandi má sjá niðurstöður aðalfundar Kaldalóns hf. sem haldinn var að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík, 9.hæð., mánudaginn 19. apríl 2021, kl 16:00.

Tillögur fundarins voru samþykktar svohljóðandi:

Ársreikningur félagsins fyrir árið 2020 og ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu.

Ársreikningur félagsins var lagður fram og samþykktur samhljóða. Tekin var ákvörðun um að greiða ekki út arð vegna rekstrársins 2020.

Kosning og skipun stjórnar.

Fyrir fundinum lágu fyrir framboð frá fjórum einstaklingum í stjórn og varastjórn Kaldalóns og þar sem önnur framboð bárust ekki var stjórn og varastjórn réttilega sjálfkjörin. Aðalmenn stjórnar eru Helen Neely, Jón Skaftason og Gunnar Henrik B Gunnarsson. Varamaður er Steinþór Valur Ólafsson. Eftir aðalfund var haldinn stjórnarfundur og skipti stjórn með sér verkum og var Jón Skaftason skipaður formaður stjórnar.

Kjör endurskoðanda félagsins.

Samþykkt var samhljóða að endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers ehf. verði endurskoðandi félagsins fyrir komandi rekstrarár.

Starfskjarastefna félagsins.

Starfskjarastefna félagsins sem lögð var fram á fundinum var samþykkt samhljóða.

Ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og endurskoðanda.

Lagt var til að þóknanir til stjórnarmanna yrðu óbreyttar og að á tímabilinu frá aðalfundi Kaldalóns hf. til næsta aðalfundar verði sem hér segir: Stjórnarmaður fær 150.000 kr á mánuði fyrir stjórnarsetu og stjórnarformaður fær tvöfalda þá fjárhæð. Varastjórnarmenn fá 75.000 kr. fyrir hvern setinn fund. Endurskoðandi fær greitt samkvæmt framlögðum reikningum. Tillagan var samþykkt samhljóða.

Samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl.

Fyrir fundinum lá samantekt stjórnar í ársreikningi félagsins um hlutafjáreign einstakra hluthafa og rétt þeirra til að greiða atkvæði, svo og þær breytingar sem urðu á síðastliðnu ári. Í samantektinni voru jafnframt upplýsingar um þau samstæðustengsl sem félagið er í.

Fundargerð

Deila frétt

Fleiri fréttir