KALDALÓN HF: Niðurstöður aðalfundar

Meðfylgjandi má sjá niðurstöður aðalfundar Kaldalóns hf. sem haldinn var í höfuðstöðvum Kviku banka hf. að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík, 9.hæð., föstudaginn 26. júní 2020, kl 16:00.

Tillögur fundarins voru samþykktar svohljóðandi:

1.      Ársreikningur félagsins fyrir árið 2019 og ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu.
Ársreikningur félagsins var lagður fram og samþykktur samhljóða. Tekin var ákvörðun um að greiða ekki út arð vegna rekstrársins 2019.

2.      Kosning og skipun stjórnar, varastjórnar og fjárfestingar- og hagsmunaráðs.
Lagt var til að stjórn félagsins yrði óbreytt frá fyrra ári og var það samþykkt samhljóða. Aðalmenn stjórnar eru Helen Neely, Steinþór Valur Ólafsson og Þórarinn Arnar Sævarsson. Varamaður er Gunnar Henrik B Gunnarsson. Eftirtaldir einstaklingar gáfu kost á sér til setu í fjárfestingar- og hagsmunaráði félagsins: Davíð Freyr Albertson, Gunnar Sverrir Harðarson og Jón Skaptason. Tillagan var samþykkt samhljóða.

3.      Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins. 
Lögð var fram uppfærð útgáfa af samþykktum félagsins. Breytingar eru eftirtaldar: Breyting á 1.gr., þ.e. að tilgangur félagsins yrði útvíkkaður þannig að félaginu sé heimilt að eiga skráð og óskráð hlutabréf og skuldabréf. Lagt var til að stjórn félagsins verði heimilað með breytingu á grein 2.9. í samþykktum félagsins að hækka hlutafé félagsins um allt að 6 milljarða króna. Tillagan var samþykkt samhljóða.

4.      Kjör endurskoðanda félagsins.
Samþykkt var samhljóða að endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers ehf.  verði endurskoðandi félagsins fyrir komandi rekstrarár.

5.      Starfskjarastefna félagsins.
Starfskjarastefna félagsins sem lögð var fram á fundinum var samþykkt samhljóða.

6.      Ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og endurskoðanda.
Lagt var til að þóknanir til stjórnarmanna yrðu óbreyttar og að á tímabilinu frá aðalfundi Kaldalóns hf. til næsta aðalfundar verði sem hér segir: Stjórnarmaður fær 150.000 kr á mánuði fyrir stjórnarsetu og stjórnarformaður fær tvöfalda þá upphæð. Varastjórnarmenn fá 75.000 kr. fyrir hvern setinn fund. Endurskoðandi fær greitt samkvæmt framlögðum reikningum. Lagt er til að meðlimir fjárfestingar- og hagsmunaráðs fái sömu þóknun fyrir störf sín eins og stjórnarmenn. Tillagan var samþykkt samhljóða.

7.      Samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl.
Samantekt stjórnar um breytingu á hlutafjáreign og samstæðutengsla var lögð fram á fundinum og var samþykkt samhljóða.

***

Deila frétt

Fleiri fréttir