Kaldalón hf.: Niðurstöður hluthafafundar

Meðfylgjandi eru niðurstöður hluthafafundar Kaldalóns hf. sem haldinn var að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík, 9. hæð., mánudaginn 7. desember 2020, kl 13:00.

Tillögur fundarins voru samþykktar svohljóðandi:

      1.      Tillaga um staðfestingu á breytingu á samþykktum félagsins sem samþykkt var á; (i) aðalfundi þess þann 26. júní 2020, þar sem stjórn var veitt til að hækka hlutafé félagsins um allt að 6.000.000.000 króna og grein 1.3 í samþykktum félagins var breytt og bætt við heimild til að fjárfesta í skráðum og óskráðum hlutabréfum og skuldabréfum; og (ii) hluthafafundi þess þann 6. ágúst 2020 þar sem breytt var grein 4.1 í samþykktum félagsins um stjórnarskipan.  Auk þess er lögð fram tillaga um tilgangi félagsins verði breytt þannig að félaginu sé heimilt kaupa, selja og reka fasteignir.  Fram kom breytingartillaga þar sem þar sem orðalagi heimildar til að fjárfesta í skráðum og óskráðum hlutabréfum og skuldabréfum var breytt og hljóðar nú svo: „Félaginu er þannig heimilt að eiga skráð og óskráð hlutabréf og skuldabréf.“

Tillagan, með breytingartillögu sem fram kom á fundinum,  var samþykkt samhljóða.

      2.      Tillaga um að fella niður fjárfestingar- og hagsmunaráð félagsins ásamt fjárfestingarstefnu þess, auk þeirra breytinga sem af því hlýst á samþykktum félagsins, þannig að greinar 3.11, 4.5 og 4.12-4.21 í samþykktum félagins verði felldar brott og gerðar breytingar á greinum 3.16, 4.4, 4.5, 4.6, 4.15, þar sem tilvísanir til hagsmuna- og fjárfestingaráðs og fjárfestingarstefnu félagsins verði felldar brott og í þess stað vísað til tilgangs félagsins, eftir því sem við á.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

      3.      Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutum.

Stjórn félagsins leggur til að eftirfarandi tillaga um kaup á eigin hlutum verði samþykkt.

„Hluthafafundur Kaldalóns hf., haldinn þann 7.  desember 2020, samþykkir að veita stjórn félagsins heimild, á grundvelli 55. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995, til að kaupa fyrir hönd félagsins allt að 10% af hlutafé þess í samræmi við gr. 2.11 samþykkta félagsins.“

Fram kom breytingartillaga þar sem þar sem eftirfarandi orðalagi var bætt við tillögu stjórnar:

Heimild þessi er veitt tímabundið, fram að næsta aðalfundi félagsins.“

Tillagan, með breytingartillögu sem fram kom á fundinum, var samþykkt samhljóða.

      4.      Tillaga um staðfestingu á kosningu og skipun stjórnar og varastjórnar sem ákveðið var á hluthafafundi félagsins þann 6. ágúst 2020.

Á fundinum voru eftirfarandi kosin í stjórn: Helen Neely, Gunnar Hendrik B. Gunnarsson og Þórarinn Arnar Sævarsson.  Í varastjórn voru kosnir Steinþór Ólafsson og Gunnar Sverrir Harðarson.

***

Deila frétt

Fleiri fréttir