Kaldalón hf.: Tilkynning um nýtingu kaupréttar

Félaginu hefur borist tilkynning frá Kviku banka hf. um nýtingu kaupréttar að 315.000.000 hlutum að nafnvirði í Kaldalón hf.

Kaupréttarsamningurinn er frá júlí 2019.  Vísað er til skráningarlýsingar félagsins á Nasdaq First North og skýringa í ársreikningum félagsins vegna nánari upplýsinga um kaupréttinn. Heildarkaupverð hlutanna er kr. 382.041.179.

Eftir að ofangreindri útgáfu er lokið eru einu útistandandi kaup- og áskriftarréttindi félagsins 180.000.000 hlutir.  Áskriftarréttindin eru í eigu forstjóra félagsins. Hækkun hlutafjár verður tilkynnt til fyrirtækjaskrár og óskað eftir að framangreindir hlutir verði teknir til viðskipta á Nasdaq First North.

Deila frétt

Fleiri fréttir