Kaldalón hf.: Útboð á skuldabréfum

Kaldalón hf. efnir til útboðs á skuldabréfum þriðjudaginn, 6. febrúar 2024. Boðin verða til sölu skuldabréf í flokknum KALD 150234, undir kr. 30.000.000.000 útgáfuramma félagsins.

Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður, til 10 ára, með 30 ára endurgreiðsluferli, með jöfnum greiðslum á 6, mánaða fresti og föstum 4% ársvöxtum. Skuldabréfaflokkurinn er gefinn út undir almennu tryggingarfyrirkomulagi.

Skuldabréfin verða seld á fastri 4,00% ávöxtunarkröfu. Skuldabréfin eru gefin út í 20 m.kr. nafnverðseiningum. Félagið áskilur sér rétt til þess að samþykkja öll tilboð, hafna öllum tilboðum eða taka tilboðum að hluta. Tilkynnt verður um niðurstöðu útboðsins og úthlutun til fjárfesta þegar niðurstaða liggur fyrir þó eigi síðar en fyrir opnun markaða 7. febrúar 2024.

Greiðslu og uppgjörsdagur er fyrirhugaður fimmtudaginn, 15. febrúar 2024. Sótt verður um töku skuldabréfaflokksins til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Kauphöll mun tilkynna um fyrsta dag töku til viðskipta með eins dags fyrirvara.

Landsbankinn hf. hefur umsjón með útboðinu. Tilboðum skilað til Landsbankans hf. fyrir kl 16:00, 6. febrúar 2024 á netfangið: verdbrefamidlun@landsbankinn.is  

Útboðið er undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a og c liðar, 4. mgr. 1. gr. lýsingarreglugerðar sem innleidd var með lögum nr. 14/2020, um sama efni. Grunnlýsing og viðauki við grunnlýsinguna hafa verið birt í tengslum við útgáfuramma félagsins. Grunnlýsinguna, viðauka við grunnlýsinguna og önnur skjöl sem tengjast skuldabréfunum og útgáfu þeirra má nálgast á vefsíðu félagsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Sigurbjörg Ólafsdóttir,  fjármálastjóri Kaldalóns hf. í síma 856 7155 eða sigurbjorg.olafsdottir@kaldalon.is
Gunnar S. Tryggvason, Verðbréfamiðlun Landsbankans, í síma 821 2090 eða gunnars@landsbankinn.is

Deila frétt

Fleiri fréttir