Kaup á fasteignum

Kaldalón hefur skrifað undir kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Faðmlags ehf., en helsta eign Faðmlags eru fasteignir við Hringhellu 9 og 9A í Hafnarfirði. Þá hefur dótturfélag Kaldalóns skrifað undir kaupsamning um kaup á fasteigninni að Víkurhvarfi 7. Kaldalón hefur jafnframt gert samkomulag um kaup á öllu hlutafé Vesturhrauns ehf., en helsta eign þess félags er fasteign við Vesturhraun 5 í Garðabæ auk byggingarréttar. Samkomulagið er háð fyrirvörum, m.a. ástands- og áreiðanleikakönnun.

Ofangreindar eignir eru allar í langtímaleigu. Leigutekjur þeirra nema 332 m.kr. á ári. Áætlað er að rekstrarhagnaður (NOI) Kaldalóns aukist um 252 m.kr. á ársgrundvelli eftir viðskiptin.

Heildarvirði fasteigna í ofangreindum viðskiptum er 3.765.000.000. Byggingarréttur við Vesturhraun 5 er metinn á 60.000.000 en helmingur þess greiðist við nýtingu byggingarréttar, þó eigi síðar en 31. desember 2024. Kaupverð greiðist að fullu með reiðufé. Afhending á öllu hlutafé í Faðmlagi ehf. og fasteign við Víkurhvarf 7 hefur farið fram. Áætlað er að frágangi viðskipta vegna kaupa á öllu hlutafé í Vesturhrauni ehf. ljúki á næstu vikum.

Deila frétt

Fleiri fréttir