Niðurstaða skuldabréfaútboðs 6. febrúar 2024

Kaldalón hf. lauk í dag útboði á nýjum skuldabréfaflokk KALD 150234 sem gefinn er út undir kr. 30.000.000.000 útgáfuramma félagsins.

Seld voru skuldabréf að nafnvirði 3.140.000.000 kr. á ávöxtunarkröfunni 4,00%.

Skuldabréfaflokkurinn KALD 150234 er verðtryggður á föstum 4% ársvöxtum, til 10 ára en endurgreiðsluferli afborgana og vaxta fylgir 30 ára jafngreiðsluferli. Skuldabréfaflokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingarfyrirkomulagi.

Afrakstri skuldabréfaútboðsins verður varið til fjárfestinga og endurfjármögnun skulda félagsins.

Greiðslu- og uppgjörsdagur er fyrirhugaður fimmtudaginn 15. febrúar 2024 og í kjölfarið verður sótt  um að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf.

Fyrirtækjaráðgjöf og markaðsviðskipti Landsbankans höfðu umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku skuldabréfanna til viðskipta á aðalmarkað Nasdaq Iceland.

Grunnlýsing og viðauki við grunnlýsinguna hafa verið birt í tengslum við útgáfuramma félagsins. Grunnlýsing útgáfuramma, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu skuldabréfaflokksins og töku skuldabréfanna til viðskipta í Kauphöll verða birt á vefsíðu félagsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Sigurbjörg Ólafsdóttir, fjármálastjóri, í síma 856 7155 eða sigurbjorg.olafsdottir@kaldalon.is

Deila frétt

Fleiri fréttir