Niðurstöður hluthafafundar Kaldalóns 25. maí 2022

Eftirfarandi tillögur voru lagðar fyrir hluthafafund Kaldalóns hf., sem haldinn var að Bankastræti 2, Reykjavík, miðvikudaginn 25. maí 2022, kl. 17:00:
Kosning og skipun stjórnar og varastjórnar
Fyrir fundinum lágu fyrir framboð frá samtals sex einstaklingum í stjórn og varastjórn Kaldalóns hf. og þar sem önnur framboð bárust ekki var stjórn og varastjórn réttilega sjálfkjörin. Í stjórn félagsins voru kjörin Álfheiður Ágústsdóttir, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, Gunnar Henrik Gunnarsson, Kristín Erla Jóhannsdóttir og Magnús Ingi Einarsson og í varastjórn Hildur Leifsdóttir. Eftir aðalfund var haldinn stjórnarfundur þar sem stjórn skipti með sér verkum og var Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason skipaður stjórnarformaður.
Breyting á samþykktum

Samþykkt var tillaga um að grein 2.3 í samþykktum Kaldalóns hf. verði svohljóðandi:
Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að 7.000.000.000 krónum – (sjö milljarðar krónur) að nafnverði. Stjórn skal ákveða gengi nýrra hluta. Hækkunarheimild samkvæmt þessu gildir til 25. maí 2027. Hluthafar skulu ekki hafa forgangsrétt að nýjum hlutum, útgefnum samkvæmt ákvæði þessu, heldur skal stjórn heimilt að selja þá fjárfestum. Sömu ákvæði um réttindi hluta og kveðið er á um í þessum samþykktum að öðru leyti gilda um nýja hluti vegna þessarar hækkunar og bera nýir hlutir réttindi í félaginu frá og með ákvörðun stjórnar um útgáfu þeirra, þó aldrei fyrr en hlutir eru að fullu greiddir. Hina nýju hluti skal greiða fyrir með reiðufé, hlutafé og/eða með kröfum samkvæmt hvers konar skuldaviðurkenningum, þ.m.t. lánssamningum, eftir því sem stjórn ákveður hverju sinni. Stjórn félagsins er heimilt að breyta samþykktum þessum í samræmi við það sem leiðir af hlutafjárhækkun.
The Company’s Board of Directors may increase the company’s share capital by up to ISK 7,000,000,000 (seven billion kronas) at nominal value. The Board of Directors shall determine the exchange rates of new shares. The authorization according to this article applies until 25 May 2027. Shareholders shall not have priority rights over new shares, issued under this provision, but the Board shall be permitted to sell them to investors. The same provisions on the rights of sharesstipulated in these Articles otherwise apply to new shares as a result of this increase and these new shares in the Company shall carry rights from the decision of the Board of Directors on their issuance, although never until the shares are fully paid. The new shares must be paid for by cash, equity and/or with claims under any debt recognition, including loan agreements, as determined by the Board at any given time. The Board of Directors may amend these Articles of Association in accordance with the resulting share capital increase.

Deila frétt

Fleiri fréttir