SAND hótel fær alþjóðlega BREEAM umhverfisvottun

SAND hótel og tengdar fasteignir Kaldalóns við Laugaveg 32-36 í Reykjavík hafa hlotið umhverfisvottun BREEAM In-Use. Um er að ræða fyrsta hótelið á Íslandi sem að fær slíka vottun en niðurstaða einkunnar er „mjög góð (e. Very Good)“. Rekstraraðili hótelsins er KEA hótel.

BREEAM vistvottunarkerfið byggir á alþjóðlegum staðli fyrir byggingar í rekstri þar sem óháður vottunaraðili auk BRE Global Limited staðfesta ágæti fasteignar. Úttekt og vottun fasteignarinnar hjálpar rekstraraðilum og fasteignaeigendum við yfirsýn og umbætur á ýmsum þáttum sjálfbærni en þeir helstu eru heilsa og vellíðan starfsfólks og gesta, orkunotkun, mengun og umhverfisgæði.

Vottun fasteignanna er í samræmi við stefnu Kaldalóns um sjálfbærni og þá vegferð sem félagið hefur kynnt við útgáfu grænna skuldabréfa. SAND hótel og tengdar fasteignir tilheyra almenna tryggingafyrirkomulaginu undir útgáfuramma félagsins sem gefinn var út í júlí s.l.

Frekari upplýsingar veitir
Jón Þór Gunnarsson, forstjóri
kaldalon@kaldalon.is

Deila frétt

Fleiri fréttir