Teymið

Forstjóri

Jón Þór Gunnarsson

Jón Þór er Umhverfis- og Byggingarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið meistaraprófi í Byggingarverkfræði frá tækniháskólanum í Danmörku, DTU. Frá 2008 – 2017 starfaði Jón Þór hjá Mannvit sem sérfræðingur í áætlanagerð og verkefnastjórnun. Frá 2018-2021 starfaði hann hjá Kviku banka hf. og dótturfélaginu GAMMA, eftir kaup þess fyrrnefnda á sjóðastýringarfyrirtækinu – meðal annars sem sérfræðingur í eignastýringu og forstöðumaður. Jón Þór hefur verið forstjóri Kaldalóns frá júní 2021

Framkvæmdastjóri rekstrar

Starfandi fjármálastjóri

Högni Hjálmtýr Kristjánsson

Högni er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Frá 2016 – 2021 starfaði Högni hjá GAMMA og tengdum félögum, lengst af sem sérfræðingur í rekstri og fjármálastjórn fasteignasjóða. Högni hefur einnig sinnt kennslu við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Högni hefur starfað hjá Kaldalóni frá júlí 2021.

Aðalbókari

Helga Sif Halldórsdóttir

Helga Sif er fædd árið 1982. Hún er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á fjármál og stjórnun frá Háskólanum á Akureyri. Frá árinu 2014 - 2022 starfaði Helga á fjármálasviði Norðuráls. Þar á undan starfaði Helga hjá Símanum frá árinu 2005 - 2013, lengst af í Viðskiptastýringu. Helga hefur starfað hjá Kaldalóni frá 2022.

Forstöðumaður fasteignaumsýslu

Albert Leó Haagensen

Albert Leó Haagensen er Umhverfis- og byggingarverkfræðingur frá Háskóla Íslands. Albert hefur víðtæka reynslu af fasteignum, bæði hönnun, framkvæmdum, stjórnun og viðhaldi. Á árunum 2005 til 2010 starfaði Albert sem burðarþolshönnuður hjá Ferli ehf, verkfræðistofu. Frá 2010 til 2019 starfaði hann við ýmis verkefni hjá Ístaki hf, sem fólu í sér stjórnun bygginga- og mannvirkjaframkvæmda, undirbúning að framkvæmdum, áætlunargerð og kostnaðargát. Verkefni á vegum Ístaks voru fjölbreytt framkvæmdaverkefni, frá uppyggingarverkefnum í Reykjavík til virkjanaframkvæmda á Grænlandi og Noregi. Á árunum 2019-2022 starfaði Albert sem verkefnisstjóri hjá Upphafi fasteignafélagi og stýrði þar m.a. uppbyggingu fasteigna. Nú síðast hefur Albert starfað sem sviðsstjóri framkvæmdasviðs hjá Landeldi hf. í Þorlákshöfn. Albert hóf störf hjá Kaldalóni í byrjun febrúar 2023.

Stjórn

Formaður

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er fæddur árið 1982. Ásgeir starfar sem forstjóri Skel fjárfestingafélags hf. frá júlí 2022. Ásgeir er með lögmannsréttindi, ML og BA gráðu í lögum frá Háskólanum í Reykjavík. Ásgeir hefur mikla reynslu af fjármálamarkaði, síðast sem aðstoðarbankastjóri Arion banka hf. Þá hefur Ásgeir starfað hjá Straumi fjárfestingabanka, LOGOS lögmannsþjónustu í Reykjavík og London, Kviku banka hf. og framkvæmdahóp um losun fjármagnshafta. Ásgeir hefur setið í stjórnum í tengslum við fyrri störf, s.s. í FÍ fasteignafélagi. Skel fjárfestingafélag er eigandi yfir 10% útgefnu hlutafjár í Kaldalóni og eigandi alls hlutafjár í Orkan IS ehf. sem er leigutaki hjá Kaldalóni. Engin hagsmunatengsl eru við helstu samkeppnisaðila Kaldalóns. Ásgeir hefur setið í stjórn Kaldalóns frá maí 2022.

Meðstjórnandi

Álfheiður Ágústsdóttir

Álfheiður Ágústsdóttir er fædd árið 1981. Álfheiður er forstjóri Elkem Ísland og situr í stjórnum Elkem Materials inc,, Elkem Rana Norway, Birtu lífeyrissjóð og Klafa ehf. Álfheiður útskrifaðist úr meistaranámi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst 2020. Álfheiður á ekki eignarhlut í félaginu og hefur engin hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa félagsins sem eiga meira en 10% hlut í Kaldalóni. Álfheiður hefur setið í stjórn Kaldalóns frá apríl 2022.

Haukur Guðmundsson
Meðstjórnandi

Haukur Guðmundsson

Haukur Guðmundsson er fæddur árið 1977. Haukur er framkvæmdastjóri í Hafnargarði og situr í stjórnum Epi-Invest ehf., Bronz Charm ehf., Fellasmára ehf., Frambúð ehf., G604 ehf., Gráberg ehf., Sedrus ehf. og HK fjárfestinga ehf. Haukur er útskrifaðist með B.Sc. gráðu í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands. Haukur hefur mikla reynslu af fasteignamarkaði, bæði byggingu þróun og rekstri fasteigna. Haukur á ekki eignarhlut í félaginu og hefur engin hagsmunatengsl við helstu samkeppnisaðila eða hluthafa sem eiga yfir 10% hlutafjár útgefnu af Kaldalóni hf. Haukur hefur setið í stjórn Kaldalón frá mars 2023.

Meðstjórnandi

Kristín Erla Jóhannsdóttir

Kristín Erla Jóhannsdóttir er fædd árið 1979. Hún situr í stjórnum HS veitna og Innviðasjóðs II.  Hún kláraði Diplómanám í spænskum fræðum frá Háskólanum í Salamanca 2000, útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá Háskóla Íslands 2004, lauk prófi í verðbréfaviðskiptum 2004, lauk prófi ACI (gjaldeyrismiðlun og afleiður) 2007 og er að ljúka M.Sc. námi í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.  Kristín Erla á ekki eignarhlut í félaginu og hefur engin hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa félagsins sem eiga meira en 10% hlut í Kaldalóni. Kristín Erla starfaði nú síðast sem forstöðumaður Eignastýringar Landsbankans 2015 til 2021. Á árunum 2001 til 2014 starfaði hún við miðlun, í eigin viðskiptum, í fjárstýringu, á fjármálasviði og hagdeild Arion banka/Kaupþings. Kristín Erla hefur setið í stjórn Kaldalóns frá maí 2022.

María Björk Einarsdóttir
Meðstjórnandi

María Björk Einarsdóttir

María Björk er fædd árið 1989. María hefur starfað sem fjármálastjóri Eimskips frá því um mitt ár 2021 og situr í stjórnum ýmissa félaga sem tengjast samstæðunni. Þar áður var hún framkvæmdastjóri Ölmu íbúðafélags (áður Almenna leigufélagið) um sjö ára bil og leiddi uppbyggingu, fjármögnun og loks sölu félagsins til nýrra eigenda árið 2021. Áður starfaði María í fjármálageiranum sem sérfræðingur á sviði sérhæfðra fjárfestinga, með áherslu á fjárfestingar í fasteignaverkefnum. María á ekki eignarhlut í félaginu og hefur engin hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa félagsins sem eiga meira en 10% hlut í Kaldalóni. María er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði, með áherslu á fjármál, frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. María hefur setið í stjórn Kaldalóns frá mars 2023.

Varamaður

Gunnar Henrik Gunnarsson

Gunnar Hendrik Gunnarsson er fæddur árið 1974. Hann er stjórnarmaður í GG optic ehf. Smárahvammi ehf., A.M.W ehf., Auganu ehf., Prooptik ehf., Trausttaki ehf., Investar ehf. og RES ehf. Gunnar hefur setið í stjórn félagsins eða varastjórn frá júní 2019.

Varamaður

Hildur Leifsdóttir

Hildur Leifsdóttir er fædd árið 1983. Hún er lögmaður á Mörkinni lögmannsstofu hf. og er lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands. Hildur hefur málflutningsréttindi fyrir héraðsdómsdólum. Hildur hefur engin hagsmunatengsl við viðskiptavini eða keppinauta Kaldalóns. Hildur hefur verið varamaður í stjórn Kaldalóns frá apríl 2022.