Útgáfa nýs hlutafjár

Vísað er til tilkynningar Kaldalóns frá 10. júlí sl. um kaup dótturfélaga Kaldalóns á fasteignunum Víkurhvarfi 1, Kópavogi og Þverholti 1, Mosfellsbæ. Svo sem fram kom í tilkynningunni skyldi kaupverð fasteignanna greiðast með reiðufé annars vegar og útgáfu 227.272.727 nýrra hluta í Kaldalóni hins vegar.

Hinir nýju hlutir hafa nú verið skráðir hjá Fyrirtækjaskrá RSK, gefnir út af verðbréfaskráningu og afhentir seljendum. Fyrsti viðskiptadagur nýju hlutanna er í dag.

Skráð og útgefið hlutafé í Kaldalóni hf. er eftir hækkunina 10.293.491.928.

Deila frétt

Fleiri fréttir