Fréttatilkynningar

Tilkynning frá tilnefningarnefnd

Tilnefningarnefnd Kaldalóns gegnir ráðgefandi hlutverki við val á stjórnarmönnum félagsins og tilnefnir frambjóðendur til stjórnarsetu í félaginu. Nánari upplýsingar um hlutverk tilnefningarnefndar og starfsreglur hennar má finna á vef Kaldalóns.   Tilnefningarnefnd Kaldalóns óskar eftir tillögum að stjórnarmönnum eða tilkynningum um framboð til stjórnarsetu fyrir fyrirhugaðan aðalfund félagsins þann 4. apríl næstkomandi. Óskað er eftir að …

Tilkynning frá tilnefningarnefnd Read More »

Kaldalón hf.: Nasdaq Iceland samþykkir umsókn um töku hlutabréfa Kaldalóns til viðskipta á Aðalmarkaði

Nasdaq Iceland hefur samþykkt umsókn Kaldalóns hf. („félagið“) um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Hlutabréf félagsins verða tekin til viðskipta á Aðalmarkaði þann 16. nóvember n.k. og samhliða tekin úr viðskiptum á First North vaxtarmarkaðinum eftir lokun markaða þann 15. nóvember n.k.  

Birting lýsingar vegna fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland

Kaldalón hf. hefur birt lýsingu vegna fyrirhugaðrar töku allra hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Lýsingin, sem er dagsett 10. nóvember 2023, hefur verið staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Lýsingin er á íslensku og hefur verið birt á vefsvæði Kaldalóns: www.kaldalon.is/fjarfestar. Samhliða staðfestingu og birtingu lýsingar hefur Kaldalón sótt um að hlutabréf félagsins …

Birting lýsingar vegna fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland Read More »

Sigurbjörg Ólafsdóttir ráðin fjármálastjóri Kaldalóns

Gengið hefur verið frá ráðningu á Sigurbjörgu Ólafsdóttur í starf fjármálastjóra Kaldalóns hf. Sigurbjörg hefur undanfarin ár gegnt starfi forstöðumanns fasteigna- og innviðateymis Arion Banka. Þar áður gegndi hún jafnframt starfi forstöðumanns áhættustýringar bankans.  Þá hefur Sigurbjörg víðtæka reynslu af umsýslu fasteigna, en hún sat m.a. í stjórn fasteignafélagsins Landfestar ehf á árunum 2011-2014 með …

Sigurbjörg Ólafsdóttir ráðin fjármálastjóri Kaldalóns Read More »

Kaup á Köllunarklettsvegi 1

Kaldalón hf. hefur fengið samþykkt kauptilboð á öllu hlutafé Hafnagarðs ehf. í áföngum. Hafnagarður er eigandi að Köllunarklettsvegi 1 í Reykjavík, gamla húsnæði Kassagerðar Reykjavíkur. Þar verður rekinn klasi á sviði sjálfbærni og hringrásar. Meðal leigutaka eru Byggðasamlagið Sorpa og Alþingi. Seljandi er Smáragarður ehf.

Kaldalón hf.: Kaup á fasteign

Kaldalón hf.  hefur náð samkomulagi um kaup dótturfélags Kaldalóns á fasteigninni Skógarhlíð 18, Reykjavík í heild sinni. Skógarhlíð 18 er um 1.938 fermetrar og hefur verið undirritaður samningur við Ríkiseignir fyrir Heilsugæsluna Hlíðum á stærstum hluta húsnæðisins. Áætluð afhending á grundvelli þess leigusamnings er sumarið 2023 og verður eignin tekjuberandi frá afhendingu Kaldalóns til Ríkiseigna. Kaupverð eignarinnar er 1.000.000.000 kr. og greitt með reiðufé.