Kaldalón hf. hefur náð samkomulagi við Eignabyggð ehf. um kaup á félögunum Hellubyggð ehf. og Vallarbyggð ehf. Helstu eignir félaganna eru fasteignir að Suðurhrauni 10, Garðabæ, annars vegar og Íshellu 1, Hafnarfirði, hins vegar.

Suðurhraun 10 er 7.075 m2 vöruhúsnæði og hýsir m.a. vöruhús IKEA. Íshella er 7.700 m2 vöru- og geymsluhúsnæði. Heildarkaupverð í viðskiptum er samtals kr. 3.780 milljónir króna, en yfirteknar skuldir nema u.þ.b. kr. 2.360 milljónum.

Sem endurgjald í viðskiptunum afhendir Kaldalón m.a. félagið U22 ehf. en helsta eign þess er þróunarlóð við Steindórsreit þar sem leyfi er til byggingar á um 7.600 m2 íbúðarhúsnæðis auk atvinnurýma. Áætlað virði eigna Kaldalóns í viðskiptunum er kr. 1.845 milljónir sem er um kr. 170-260 milljónir umfram bókfært virði. Mismunur er gerður upp með tryggingarbréfi sem greiðist upp árið 2023.

Viðskiptin eru háð endanlegri kaupsamningsgerð, áreiðanleikakönnun, samþykki stjórna kaupanda og seljenda og samþykki lánveitenda. Stefnt er að því að kaupin komi til framkvæmda eigi síðar en 1. desember 2021.

Samhliða ofangreindum viðskiptum hefur Kaldalón hf. keypt fasteignina að Fiskislóð 23-25 sem m.a hýsir starfsemi Geymslna, dótturfélags Securitas. Kaupverð eignarinnar er 1.200 milljónir króna. Greiðsla fer fram með lántöku, reiðufé og útgáfu nýs hlutafjár í Kaldalóni sem nemur kr. 200 milljónum að markaðsvirði. Gengi útgáfunnar miðast við dagslokagengi á þeim degi sem kauptilboð var samþykkt, eða kr. 1,85 á hlut.  Samtals verða því gefnir út 108.108.108 nýir hlutir.

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri:
„Í dag tilkynnum við um kaup á fasteignum fyrir um fimm milljarða króna, og stækkum þannig töluvert eignasafn okkar. Með kaupum á vöruhúsum og geymsluhúsnæði á lykilstaðsetningum á höfuðborgarsvæðinu erum við að tryggja okkur eignir sem verða sífellt verðmætari í breyttum heimi verslunar og þjónustu. Vöruhús eru nauðsynlegir innviðir þegar kemur að aukinni netverslun og heimsendingum. Hvað varðar sölu á Steindórsreitnum þá sýnir þetta enn og aftur að okkur er að takast að vinna afskaplega vel úr þróunarbanka félagsins.“

Í samræmi við tilkynningu Kaldalóns hf. frá 13. júní s.l., hefur verið gengið frá endanlegum kaupsamningi um kaup á öllu hlutafé í Hvönnum ehf. Helsta eign Hvanna er Storm Hótel sem stendur við Þórunnartún 4 í Reykjavík.

Að loknu kaupsamningsferli og áreiðanleikakönnun er endanlegt kaupverð sem fyrr 2.150 milljónir króna, en til frádráttar koma skuldir félagsins að upphæð 1.714 milljónir króna. Kaupverð er greitt með útgáfu nýrra hluta í Kaldalóni.

Samhliða ofangreindum viðskiptum eru gefnir út 276.923.077 hlutir til félags í eigu Jonathan B. Rubini samkvæmt samkomulagi milli aðila sem tilkynnt var um 13. júní. Jonathan B. Rubini er annar eigandi og stjórnarformaður JL Properties sem er fasteignafélag með meginstarfsemi í Anchorage, Alaska. Markaðsvirði eigna félagsins er yfir 240 milljarðar króna.  Til viðbótar gefur félagið út hluti að nafnvirði kr. 40.000.000 til viðskiptavaka félagsins.

Hlutir eru gefnir út á genginu kr. 1,30 fyrir hvern nýútgefinn hlut, í samræmi við samkomulag sem tilkynnt var um 13. júní sl., og var það gengi þá 4% yfir markaðsgengi. Hinir nýju hluthafar skulu greiða andvirði áskrifta þeirra eigi síðar en 27. ágúst næstkomandi. Verður heildarfjöldi útgefinna hluta í Kaldalón hf. því kr. 5.353.108.998 hlutir. Hluthafaskrá Kaldalóns verður uppfærð til samræmis við útgáfu. Um er að ræða nýtt hlutafé sem stjórn hefur heimild til útgáfu á samkvæmt samþykktum félagsins.

Áætlanir Kaldalóns gerðu ráð fyrir að hótelið verði komið í fullan rekstur eigi síðar en frá árslokum 2022. Rekstur hótelsins hefur gengið betur í sumar en áætlanir Kaldalóns gerðu ráð fyrir, og er bókunarstaða fram á haustið með ágætum.

Kynning á uppgjöri Kaldalóns hf. vegna fyrstu 6 mánaða ársins 2021 hefur verið bætt við skjöl á vefnun.

Kaldalón hf.: Árshlutareikningur Kaldalóns fyrstu 6 mánuði ársins 2021

Árshlutareikningur Kaldalóns hf. 1. janúar til 30. júní 2021 var samþykktur af stjórn þann 20. ágúst 2021.

Helstu atriði uppgjörs eru:

  • Hagnaður á fyrri hluta ársins var 699 m.kr. en nam 226 m.kr. á sama tímabili í fyrra
  • Arðsemi eigin fjár var 15% fyrstu 6 mánuði ársins
  • Bókfært virði eigna félagsins í lok tímabils er 7.042 m.kr. og hefur aukist um 948 m.kr. frá áramótum
  • Eigið fé er 5.345 m.kr. samanborið við 4.646 m.kr. í árslok 2020

Áhrifa gætir ekki í uppgjörinu af nýlega tilkynntum viðskiptum á markaði, það er sölu á þróunarverkefni í Vogabyggð, kaupum á tekjuberandi fasteignum og hlutafjáraukningu.

Jón Þór Gunnarsson forstjóri:

“Uppgjörið markar tímamót í sögu Kaldalóns. Miklar breytingar hafa orðið á rekstri okkar eftir að þessu uppgjörstímabili lauk. Við höfum keypt tekjuberandi eignir, selt þróunareignir, aukið hlutafé umtalsvert og undirritað ráðgjafasamning við Arion banka. Uppgjörið markar því lokapunkt gamla Kaldalóns en sýnir að sama skapi að ný vegferð okkar byggir á traustum grunni. Við horfum full tilhlökkunar fram á veginn.”

Hægt er að nálgast árshlutareikning vegna fyrstu sex mánaða ársins á www.kaldalon.is/fjarfestar.

Kynning á félaginu

Samhliða uppgjörinu er boðað til kynningarfundar mánudaginn 23. ágúst kl. 08:30 að Nauthól. Húsið opnar 08:15. Á fundinum verður jafnframt farið yfir vænt áhrif tilkynntra viðskipta á efnahag félagsins. Að fundi loknum verður kynningarefnið aðgengilegt á vefsíðu Kaldalóns.

Nánari upplýsingar veitir:

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri

kaldalon@kaldalon.is
www.kaldalon.is

 

Kaldalón hf: Hlutur í Steinsteypunni í söluferli

Stjórn Kaldalóns hf. hefur tekið þá ákvörðun að setja eignarhlut félagsins í Steinsteypunni ehf. í formlegt söluferli.

Ákvörðunin er liður í þeirri yfirlýstu stefnu Kaldalóns að auka vægi tekjuberandi fasteigna í starfsemi félagsins.

Steinsteypan ehf. er alhliða steypuframleiðslufyrirtæki. Kaldalón á helmingshlut í félaginu.

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka er ráðgjafi Kaldalóns í söluferlinu.

Nánari upplýsingar veitir fyrirtækjaráðgjöf Arion.

Vísað er til tilkynningar Kaldalóns frá 16. maí sl. um kaup á félögunum Lantan ehf og VMT ehf., sem eiga fasteignir að Laugavegi 32-36 og Vegamótastíg 7 ásamt gildandi leigusamningum. Fasteignirnar hýsa m.a. starfsemi Sand Hótels annars vegar, og Room with a View hins vegar. Samhliða var tilkynnt um sölu á fasteignaverkefnum dótturfélags Kalalóns, U14-20 ehf., í Vogabyggð.

Aðilar hafa nú undirritað kaupsamning vegna viðskiptanna og hefur hann hlotið samþykki stjórna beggja aðila. Kaldalón tekur við fjárhagslegum réttindum og skyldum vegna hinna keyptu fasteigna frá 1. júlí sl., en endanleg afhending keyptra og seldra eigna fer fram þann 1. október nk. að undangengnu endanlegu samþykki fjármögnunaraðila og aðilaskipta á lóðar- og byggingarrétti

Vísað er til tilkynningar um útgáfu nýrra hluta í Kaldalón frá 5. júlí 2021.

Í 84. gr. laga nr. 2007/108 skal útgefandi birta opinberlega heildarfjölda hluta og heildarfjölda atkvæða á síðasta viðskiptadegi mánaðar ef útgefandi hækkar eða lækkar hlutafé sitt – eða fjölgar eða fækkar atkvæðum.

Með vísan til ofangreinds er upplýst að heildarfjöldi hluta í Kaldalón er 4.700.801.306 að nafnverði. Eigin hlutir eru 574.009 og heildarfjöldi atkvæða því kr. 4.700.227.297.

Kaldalón hf. hefur í dag lokið við útgáfu nýrra hluta til sjóða í stýringu Stefnis og Vátryggingafélags Íslands í samræmi við tilkynningu frá 24. júní sl. Til viðbótar gaf félagið út hluti að nafnvirði kr. 40.000.000 til viðskiptavaka félagsins.

Samtals nemur útgáfan kr. 1.059.230.769 að nafnverði, og fer fram á genginu kr. 1,3 fyrir hvern nýútgefinn hlut.

Nýir hluthafar hafa greitt andvirði áskrifta og verður hluthafaskrá uppfærð. Hlutafjárhækkun verður tilkynnt til og skráð af fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra og nýir hlutir verða gefnir út af Nasdaq verðbréfamiðstöð. Verður heildarfjöldi hluta í Kaldalón hf. því kr. 4.700.801.306 að nafnverði með útgáfu nýrra hluta.

Heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins er til samræmis við ákvörðun aðalfundar félagsins, haldinn þann 26. júní 2020, sem staðfest var á hluthafafundi þann 7. desember 2020, en samkvæmt heimildinni hafa hluthafar ekki forgangsrétt að nýjum hlutum, heldur er stjórn heimilt að selja þá fjárfestum.

Jónas Þór Þorvaldsson hættir hjá Kaldalóni
Jón Þór Gunnarsson ráðinn forstjóri Kaldalóns
Jónas Þór Þorvaldsson, forstjóri Kaldalóns hf., hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu frá og með 1. júlí nk.

Stjórn Kaldalóns hf., kt. 490617-1320, hefur þann 24. júní 2021, ákveðið að hækka hlutafé félagsins um kr. 1.019.230.769, úr kr. 3.641.570.537 í kr. 4.660.801.306, að nafnverði, með útgáfu 1.019.230.769 nýrra hluta. Hlutirnir eru gefnir út á genginu kr. 1.30 fyrir hvern nýútgefinn hlut, og greiðast því samtals kr. 1.325.000.000 fyrir hina nýja hluti.