Sjálfbærni

Jákvæð áhrif

Sjálfbærni, samfélagsleg ábyrgð, mannréttindi og umhverfismál eru mikilvæg í stefnu félagsins og við gerum ríkar kröfur til okkar sjálfra og samstarfsaðila okkar þegar kemur að þeim málaflokkum. Við virðum mannréttindi í hvívetna og stefnum að því að eiga góð samskipti við þau samfélög sem starfsemi félagsins nær til og að hafa góð áhrif á þau. Við förum ávallt að minnsta kosti að gildandi lögum hverju sinni varðandi umhverfismál og heitum því að hafa sem minnst neikvæð áhrif á umhverfi okkar.

Umhverfismál

Félagið og starfsfólk félagsins stefnir að stöðugt bættum árangri á sviði umhverfisverndar. Félagið reynir eftir fremsta megni að draga úr umhverfisáhrifum, meðal annars með því að leitast eftir að leigutakar hlíti lagakröfum og reglugerðum er varða umhverfismál, vekja athygli leigutaka á umhverfisvænum lausnum sem í boði eru og hvetja þá til að fylgjast með þróun í umhverfismálum og innleiða nýjungar í rekstur sinn.

Kaldalón leggur áherslu á sjálfbæran rekstur í ákvarðanatöku og stefnumótun. Að starfsemi félagsins hafi jákvæð áhrif á og efli samfélagið, fari vel með þær auðlindir sem félagið hefur til umráða, þar með talið á umhverfi og náttúru og að félagið nái efnahagslegum markmiðum sýnum.

Frá afhendingu BREEAM vottunar á Sand hótel
Frá nytjamarkakaði Góða hirðisins í Köllunarklettsvegi 1

Samfélag

Félagið leggur áherslu á samfélagslega ábyrgð í allri sinni starfsemi. Félagið mótar áherslur sínar meðal annars með tilliti til efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta og með tilliti til væntinga hagaðila til félagsins.
Félagið leitast við að hámarka jákvæð áhrif sín á samfélagið og skapa þannig virði fyrir fyrirtækið sjálft, samfélagið og umhverfið.

Mannréttindi

Félagið einsetur sér að uppfylla kröfur laga, reglna og siðferðisviðmiða er snúa að mannréttindamálum.
Félagið fagnar fjölbreytileika í samfélaginu og á meðal starfsfólksins og samþykkir ekki mismunun, áreiti eða einelti af nokkru tagi. Metnaður félagsins er fyrir því að vinnustaðurinn sé öruggur í öllum skilningi. Félagið hefur sanngirni að leiðarljósi í samskiptum við samstarfsaðila og birgja fyrirtækisins og leggur áherslu á að báðir aðilar njóti góðs af samstarfi. Félagið leggur áherslu á að samstarfsaðilar fyrirtækisins deili með því grundvallargildum- og sjónarmiðum og hefur það áhrif á val félagsins á samstarfsaðilum. Félagið leitast að eiga ekki í viðskiptum við aðila sem ekki virða mannréttindi.

Frá nýju þjónustuverkstæði að Einhellu 1

Fréttir tengdar sjálfbærni

Kaldalón er framúrskarandi og til fyrirmyndar

Kaldalón er í hópi fyrirtækja sem hlaut viðurkenningu CreditInfo sem framúrskarandi fyrirtæki. Einungis 2% fyrirtækja á Íslandi hljóta viðurkenninguna.

Þá hlaut Kaldalón viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2024 að mati Viðskiptablaðsins og Keldunnar en tæplega 3% fyrirtækja landsins komast á listann.

Bæði fyrirtæki setja ströng skilyrði og þriggja ára rekstrarsögu til grundvallar viðurkenningu.

Lesa meira »

Sala á nýjum grænum skuldabréfaflokk

Kaldalón hf. hefur lokið sölu á grænum skuldabréfum í flokknum KALD 041139 GB fyrir 4.000 milljónir króna að nafnvirði, á ávöxtunarkröfunni 3,80%. Um er að ræða fyrstu útgáfu grænna skuldabréfa hjá Kaldalóni hf. undir umgjörð félagsins um græna fjármögnun.

Lesa meira »

Þórunnartún 2 hlýtur alþjóðlega umhverfisvottun

Þórunnartún 2 sem hýsir starfsemi Storm Hótel í rekstri KEA hefur hlotið umhverfisvottun BREEAM In-Use. Niðurstaða einkunnar er „mjög góð (e. Very Good)“. Storm hótel er annað hótelið á Íslandi til að hljóta BREEAM In Use umhverfisvottun.

BREEAM vistvottunarkerfið byggir á alþjóðlegum staðli fyrir byggingar í rekstri þar sem óháður vottunaraðili auk BRE Global Limited staðfesta ágæti fasteignar. Úttekt og vottun fasteignarinnar hjálpar rekstraraðilum og fasteignaeigendum við yfirsýn og umbætur á ýmsum þáttum sjálfbærni en þeir helstu eru heilsa og vellíðan starfsfólks og gesta, orkunotkun, innivist, mengun og umhverfisgæði.

Lesa meira »

Sjálfbærnimat Reitunar

Reitun hefur framkvæmt sjálfbærnimat á Kaldalón hf sem gefið var út í September.
„Kaldalón nær góðum árangri í UFS mati Reitunar og hækkar um sjö punkta milli ára. Félagið endar með 61 stig af 100 möguleikum, flokkur B3. Kaldalón hefur tekið jákvæð skref í sjálfbærnimálum milli ára þar sem helst má nefna útgáfu á grænni umgjörð um græna fjármögnun en félagið stefnir á að gefa út græn skuldabréf seinna á árinu 2024. Einnig gerðist félagið aðili að Global Compact árið 2024 og hefur fengið BREEAM In-use vottun á tvær eignir sínar. „

Lesa meira »

Skógarhlíð 18 hlýtur alþjóðlega umhverfisvottun

Skógarhlíð 18 sem hýsir starfsemi Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og heilaörvunarmiðstöð (HÖM) hefur hlotið umhverfisvottun BREEAM In-Use. Niðurstaða einkunnar er „mjög góð (e. Very Good)“.

BREEAM vistvottunarkerfið byggir á alþjóðlegum staðli fyrir byggingar í rekstri þar sem óháður vottunaraðili auk BRE Global Limited staðfesta ágæti fasteignar. Úttekt og vottun fasteignarinnar hjálpar rekstraraðilum og fasteignaeigendum við yfirsýn og umbætur á ýmsum þáttum sjálfbærni en þeir helstu eru heilsa og vellíðan starfsfólks og gesta, orkunotkun, innivist, mengun og umhverfisgæði.

Lesa meira »

Kaldalón styrkir Batahús

Kaldalón hefur frá árinu 2022 stutt við Batahús. Batahús er einstaklingsmiðað bataúrræði við enda afplánunar þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða til allt að tveggja

Lesa meira »
Breeam certification Kaldalón

SAND hótel fær alþjóðlega BREEAM umhverfisvottun

SAND hótel og tengdar fasteignir Kaldalóns við Laugaveg 32-36 í Reykjavík hafa hlotið umhverfisvottun BREEAM In-Use. Um er að ræða fyrsta hótelið á Íslandi sem að fær slíka vottun en niðurstaða einkunnar er „mjög góð (e. Very Good)“. Rekstraraðili hótelsins er KEA hótel.

Lesa meira »

Staða vottana og útgefin skjöl