Fréttir
Kaldalón hf.: Útgáfu nýrra hluta lokið
Kaldalón hf. hefur í dag lokið við útgáfu nýrra hluta til sjóða í stýringu Stefnis og Vátryggingafélags Íslands í samræmi við tilkynningu frá 24. júní sl. Til viðbótar gaf félagið út hluti að nafnvirði kr. 40.000.000 til viðskiptavaka félagsins.
Samtals nemur útgáfan kr. 1.059.230.769 að nafnverði, og fer fram á genginu kr. 1,3 fyrir hvern nýútgefinn hlut.
Kaldalón hf. (KALD) – breytingar á framkvæmdastjórn
Jónas Þór Þorvaldsson hættir hjá Kaldalóni
Jón Þór Gunnarsson ráðinn forstjóri Kaldalóns
Jónas Þór Þorvaldsson, forstjóri Kaldalóns hf., hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu frá og með 1. júlí nk.
Kaldalón hf.: Flöggun – Stefnir hf. fyrir hönd sjóða í rekstri félagsins
Flöggunartilkynning er í viðhengi.
Kaldalón hf. (KALD) – útgáfa nýs hlutafjár
Stjórn Kaldalóns hf., kt. 490617-1320, hefur þann 24. júní 2021, ákveðið að hækka hlutafé félagsins um kr. 1.019.230.769, úr kr. 3.641.570.537 í kr. 4.660.801.306, að nafnverði, með útgáfu 1.019.230.769 nýrra hluta. Hlutirnir eru gefnir út á genginu kr. 1.30 fyrir hvern nýútgefinn hlut, og greiðast því samtals kr. 1.325.000.000 fyrir hina nýja hluti.
Kaup á Storm hótel og sala á nýju hlutafé
Kaldalón hf. hefur náð samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í Hvönnum ehf. Helsta eign Hvanna er Storm hótel sem stendur við Þórunnartún 4 í Reykjavík.
Kaldalón hf.: Sala á félaginu U26 ehf.
Kaldalón hf. hefur samþykkt tilboð í allt hlutafé dótturfélags síns U26 ehf. Félagið er að ljúka við byggingu á 16 íbúðum í Urriðaholtsstræti 26 í Garðabæ.