Fréttir

Kaldalón hf.: Nasdaq Iceland samþykkir umsókn um töku hlutabréfa Kaldalóns til viðskipta á Aðalmarkaði

Nasdaq Iceland hefur samþykkt umsókn Kaldalóns hf. („félagið“) um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Hlutabréf félagsins verða tekin til viðskipta á Aðalmarkaði þann 16. nóvember n.k. og samhliða tekin úr viðskiptum á First North vaxtarmarkaðinum eftir lokun markaða þann 15. nóvember n.k.  

Lesa meira »

Kaldalón hf.: Niðurstöður hluthafafundar 2. nóvember 2023 og nánari upplýsingar um öfuga skiptingu hluta

Eftirfarandi tillögur voru lagðar fram fyrir hluthafafund Kaldalóns hf. („Kaldalón“ eða „félagið“), sem haldinn var að Grand Hóteli Reykjavík, þann 2. nóvember kl. 16:30.

Tillaga stjórnar um öfuga skiptingu

Á hluthafafundinum var samþykkt tillaga stjórnar Kaldalóns um öfuga skiptingu hluta (e. reverse share split) í félaginu, miðað við hlutfallið 10:1, sem felur í sér að hverjum tíu (10) hlutum í félaginu, þar sem hver hlutur er að nafnverði kr. 1, verði skipt í einn (1) hlut þannig að nafnverð hvers hlutar verði kr. 10. Var stjórn félagsins falið að ákveða nánari dagsetningar í ferlinu að höfðu samráði við fyrirtækjaskrá Skattsins og Kauphöllina.

Stjórn félagsins hefur nú, í samræmi við ákvörðun hluthafafundarins, ákveðið eftirfarandi dagsetningar í ferlinu:

  • Síðasti viðskiptadagur fyrir hina öfugu skiptingu verður 6. nóvember 2023
  • Fyrsti viðskiptadagur eftir hina öfugu skiptingu verður 7. nóvember 2023
  • Réttindadagur hinnar öfugu skiptingar (hin öfuga skipting mun miðast við hlutaskrá félagsins eins og hún verður í lok réttindadags) verður 8. nóvember
Lesa meira »

Kaldalón hf.: Boðun hluthafafundar

Stjórn Kaldalóns hf., kt. 490617-1320, Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík („félagið“), boðar til hluthafafundar í félaginu fimmtudaginn 2. nóvember 2023 kl. 16:30. Fundurinn verður haldinn á Grand hótel, Sigtúni 28, 105 Reykjavík.

Lesa meira »