Fréttir

Viðskipti nákomins aðila stjórnanda

Meðfylgjandi eru tilkynningar um móttöku SKEL fjárfestingafélags hf. á hlutum í Kaldalóni hf. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL fjárfestingafélags hf. og Magnús Ingi Einarsson, fjármálastjóri SKEL fjárfestingafélags hf. eru stjórnarmenn í Kaldalóni hf. og því um að ræða aðila nákominn stjórnarmönnum. Vakin er athygli á því að um framsal innan samstæðu SKEL fjárfestingafélags hf. er að ræða utan viðskiptavettvangs svo sem nánar kemur fram í hjálögðum tilkynningum.

Lesa meira »

Útgáfa nýs hlutafjár

Vísað er til tilkynningar Kaldalóns hf. frá 24. ágúst sl. um útgáfu 2.222.222.222 nýrra hluta til hæfra fjárfesta.

Hinir nýju hlutir hafa nú verið skráðir hjá Fyrirtækjaskrá RSK og gefnir út og afhentir hluthöfum. Fyrsti viðskiptadagur hlutanna er í dag.

Lesa meira »

Útgáfa nýs hlutafjár

Í tengslum við uppgjör viðskiptanna um Hæðasmára 2 og 4 hefur Kaldalón nú fengið 122.807.018 nýja hluti skráða hjá Fyrirtækjaskrá RSK og hafa hlutirnir verið gefnir út af Nasdaq CSD og afhentir.

Lesa meira »

Hækkun hlutafjár með útgáfu nýrra hluta til hæfra fjárfesta

hluthafafundi hinn 25. maí 2022 þar sem hluthafar Kaldalóns samþykktu að falla frá forgangsrétti að nýju hlutafé, og hækka hlutafé Kaldalóns með útgáfu á 2.222.222.222 nýjum hlutum í félaginu sem nemur 28% af útgefnu hlutafé. Samtals útgefnir hlutir í Kaldalóni eftir hækkunina eru 10.066.219.201.

Lesa meira »