Fréttir

Kaldalón hf.: Afkomutilkynning fyrir fyrri árshelming 2020 August 31, 202

Á stjórnarfundi þann 31. ágúst 2020 samþykktu stjórn og framkvæmdastjóri árshlutareikning Kaldalóns hf. fyrir tímabilið 1. janúar 2020 til 30. júní 2020.

Helstu niðurstöður eru:

Hagnaður nam 226 milljónum króna
Rekstrarkostnaður nam 63 milljónum króna
Heildareignir námu 5.929 milljónum króna
Heildarskuldir námu 1.489 milljónum króna
Eigið fé félagsins nam 4.440 milljónir króna
Eiginfjárhlutfall í lok tímabils var 74,9%
Innra virði félagsins var 1,23 á hvern útgefinn hlut

Lesa meira »

Kaldalón hf.: Ný dagsetning hluthafafundar

Með tilkynningu þann 23. júlí síðastliðinn boðaði stjórn Kaldalóns til hluthafafundar í Kaldalóni hf. sem haldinn skyldi þann 30. júlí. Stjórn Kaldalóns hefur ákveðið að fresta fundinum og boða til hans að nýju.

Hluthafafundur Kaldalóns hf., kt. 490617-1320, verður haldinn fimmtudaginn 6. ágúst 2020, kl. 14:00, í höfuðstöðvum Kviku banka hf., Katrínartún 2, 105 Reykjavík,  9.hæð.

Lesa meira »